Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 07:00 Richard Armitage í Austurstræti, nýlentur frá New York. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndaþríleiknum Hobbitanum, þar sem hann fór með hlutverk æðstadvergsins Thorins Oakenshield. Og nú hefur hann haslað sér völl sem rithöfundur. Vísir/Arnar Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér. Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“ Hollywood Bókmenntir Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“
Hollywood Bókmenntir Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira