Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 14:02 Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við Önnu Jónu og Bláa herbergið. vísir/vilhelm/bláa herbergið Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. „Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“ Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Sjá meira
„Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“
Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Sjá meira