Ásmundur segir tilboðið frá bönkunum móðgun við Grindvíkinga Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 16:25 Ásmundur Friðriksson fordæmdi tilboð banka og lánastofnana til handa Grindvíkingum, en þeim hefur verið lofað greiðslustöðvun fasteignalána, algera móðgun. Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki er meðal þeirra sem steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins. Hann gerði fasteignalán til Grindvíkinga að umtalsefni. Ásmundur hóf máls sitt á því að tala um að alþingi og ríkisstjórn væru eins og slökkvilið fyrir Grindvíkinga nú um stundir og mikilvægt að hratt og örugglega yrði brugðist við. Heimilin séu ónýt og þau sem enn standa tóm því fólki væri gert að finna sér annan viðverustað. „Í því ljósi, herra forseti, finnst mér það tilboð sem bankarnir gerðu Grindvíkingum um að stöðva afborganir en halda áfram að rukka vexti og verðbætur af fasteignalánum nánast hjákátlega brosleg í þeirri stöðu sem nú er uppi. Bankarnir þurfa ekki, í þessum kringumstæðum, að hagnast á Grindvíkingum. Vaxtaokrið í þessu landi er nóg og verðbæturnar sem ofan á það bætast,“ sagði Ásmundur. Fyrr í dag skrifaði Sigríður María Eyþórsdóttir kirkjuvörður í kirkju Grindavíkur viðhorfspistil sem var mjög á sömu lund og það sem Ásmundur vildi leggja á borð þingsins. Ásmundur sagði að nú þyrfti fólk að leigja sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hann taldi engin efni standa til að fólk gæti borgað tvöfalt. „Ég byrjaði þessa umræðu á mánudaginn var. Og varaði þá við því strax að það yrði að bregðast við því strax að íbúar í Grindavík yrðu að losna undan þeim afborgunum af fasteignalánum, vöxtum og verðtryggingu. Og þeim yrði tryggð laun, fyrirtækjum yrði tryggt að þau gætu haldið áfram að greiða laun til starfsmanna sinna. Og þeim yrði gert kleift að hefja rekstur eins fljótt og hægt er,“ sagði 7. þingmaður Suðurlands. Ásmundur sagði jafnframt að það yrði að búa svo um hnúta að íbúunum gæfist færi á að koma sér fyrir og það yrðum við að gera á þann hátt að þeim líði eins bærilega með það og hægt er. „Og í því ljósi er það tilboð sem liggur fyrir frá bönkunum og lánastofnunum algerlega óviðunandi. Það er nánast móðgun við fólk að bjóða þetta,“ sagði Ásmundur. Alþingi Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Ásmundur hóf máls sitt á því að tala um að alþingi og ríkisstjórn væru eins og slökkvilið fyrir Grindvíkinga nú um stundir og mikilvægt að hratt og örugglega yrði brugðist við. Heimilin séu ónýt og þau sem enn standa tóm því fólki væri gert að finna sér annan viðverustað. „Í því ljósi, herra forseti, finnst mér það tilboð sem bankarnir gerðu Grindvíkingum um að stöðva afborganir en halda áfram að rukka vexti og verðbætur af fasteignalánum nánast hjákátlega brosleg í þeirri stöðu sem nú er uppi. Bankarnir þurfa ekki, í þessum kringumstæðum, að hagnast á Grindvíkingum. Vaxtaokrið í þessu landi er nóg og verðbæturnar sem ofan á það bætast,“ sagði Ásmundur. Fyrr í dag skrifaði Sigríður María Eyþórsdóttir kirkjuvörður í kirkju Grindavíkur viðhorfspistil sem var mjög á sömu lund og það sem Ásmundur vildi leggja á borð þingsins. Ásmundur sagði að nú þyrfti fólk að leigja sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hann taldi engin efni standa til að fólk gæti borgað tvöfalt. „Ég byrjaði þessa umræðu á mánudaginn var. Og varaði þá við því strax að það yrði að bregðast við því strax að íbúar í Grindavík yrðu að losna undan þeim afborgunum af fasteignalánum, vöxtum og verðtryggingu. Og þeim yrði tryggð laun, fyrirtækjum yrði tryggt að þau gætu haldið áfram að greiða laun til starfsmanna sinna. Og þeim yrði gert kleift að hefja rekstur eins fljótt og hægt er,“ sagði 7. þingmaður Suðurlands. Ásmundur sagði jafnframt að það yrði að búa svo um hnúta að íbúunum gæfist færi á að koma sér fyrir og það yrðum við að gera á þann hátt að þeim líði eins bærilega með það og hægt er. „Og í því ljósi er það tilboð sem liggur fyrir frá bönkunum og lánastofnunum algerlega óviðunandi. Það er nánast móðgun við fólk að bjóða þetta,“ sagði Ásmundur.
Alþingi Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira