Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2023 11:54 Þessi mynd var tekin skammt frá al Shifa á dögunum, eftir loftárás Ísraelsmanna. Engar nýjar myndir af sjúkrahússvæðinu er að finna á fréttaveitum. epa/Mohammed Saber Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. Vitni hafa greint frá því að hafa séð skriðdreka á svæðinu og hermenn inni á sjúkrahúsinu. Samkvæmt Times of Israel féllu fimm liðsmenn Hamas í skotbardögunum fyrir utan sjúkrahúsið en miðillinn hefur eftir talsmanni Ísraelshers að ekki hafi komið til „samstuðs“ milli hermannanna og sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólks. Þá segir herinn hafa sent heilbrigðisteymi og túlka inn á sjúkrahúsið. Ísraelsmenn segja enga gísla að finna á sjúkrahúsinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ekki lengur ná sambandi við tengiliði sína á sjúkrahúsinu. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir Hamas ekki mega nota staði á borð við sjúkrahús til að skýla sér en það væri forgangsmál að vernda íbúa Gasa fyrir þeim hörmungum sem nú steðjuðu að þeim. Benny Gantz, sem nú situr í samvinnuríkisstjórn Ísrael, segir Ísraela munu elta uppi og drepa foringja Hamas hvar sem þeir finnast og hefur hótað óvinum ríkisins í Líbanon sömu meðferð. „Það sem við erum að gera með góðum árangri í suðrinu mun virka jafnvel betur í norðrinu,“ sagði hann. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði þingið í morgun og kallaði Ísrael „hryðjuverkaríki“ sem væri að brjóta gegn alþjóðalögum og fremja stríðsglæpi. Hamas-samtökin væru hins vegar ekki hryðjuverkasamtök, heldur flokkur kosinn af Palestínumönnum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Vitni hafa greint frá því að hafa séð skriðdreka á svæðinu og hermenn inni á sjúkrahúsinu. Samkvæmt Times of Israel féllu fimm liðsmenn Hamas í skotbardögunum fyrir utan sjúkrahúsið en miðillinn hefur eftir talsmanni Ísraelshers að ekki hafi komið til „samstuðs“ milli hermannanna og sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólks. Þá segir herinn hafa sent heilbrigðisteymi og túlka inn á sjúkrahúsið. Ísraelsmenn segja enga gísla að finna á sjúkrahúsinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ekki lengur ná sambandi við tengiliði sína á sjúkrahúsinu. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir Hamas ekki mega nota staði á borð við sjúkrahús til að skýla sér en það væri forgangsmál að vernda íbúa Gasa fyrir þeim hörmungum sem nú steðjuðu að þeim. Benny Gantz, sem nú situr í samvinnuríkisstjórn Ísrael, segir Ísraela munu elta uppi og drepa foringja Hamas hvar sem þeir finnast og hefur hótað óvinum ríkisins í Líbanon sömu meðferð. „Það sem við erum að gera með góðum árangri í suðrinu mun virka jafnvel betur í norðrinu,“ sagði hann. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði þingið í morgun og kallaði Ísrael „hryðjuverkaríki“ sem væri að brjóta gegn alþjóðalögum og fremja stríðsglæpi. Hamas-samtökin væru hins vegar ekki hryðjuverkasamtök, heldur flokkur kosinn af Palestínumönnum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira