Enginn hundur skilinn eftir Guðfinna Kristinsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:30 Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Dýr Grindavík Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun