Spennandi framtíð gagnadrifins heilbrigðiskerfis Björgvin Ingi Ólafsson skrifar 13. nóvember 2023 09:00 Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun