Líkar illa við nær alla dómara Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:30 De Zerbi alltaf hress. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion, var allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í dag. Sagði þjálfarinn að honum væri illa við 80 prósent allra dómara á Englandi. De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20