Körfubolti

Yfir­gefur Kefla­vík vegna komu Martins

Valur Páll Eiríksson skrifar
Darryl Morsell er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.
Darryl Morsell er ekki lengur leikmaður Keflavíkur. Vísir/

Darryl Morsell er farinn frá liði Keflavíkur í Bónus-deild karla í körfubolta.

Morsell er Bandaríkjamaður sem samdi við Keflvíkinga í haust. Hann ellefu leiki fyrir liðið og skoraði í þeim að meðaltali 17,6 stig í leik.

Keflavík opinberaði komu Remy Martin til liðsins formlega í dag en vegna útlendingareglna víkur Morsell til að rýma til fyrir Martin sem er væntanlegur til landsins á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×