Því eru lyf notuð í fjallgöngum? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2023 16:30 Í skrifum og tali hef ég tekið afstöðu í stöku málefnum tengdum fjallamennsku. Nefni hér lyfjanotkun á háum fjöllum í útlöndum. Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður vart ofan við 2.700 til 3.000 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins . Á tindi fjallsins eru aðstæður þá líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru fyrstu merki hæðarveiki. Lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er ögrað um of eftir þau einkenni, með því að fjallaklifrari eða göngumaður hækkar sig of hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á flugvöllinn í La Paz). Í þessum tilvikum lætur ferðalangurinn ekki reyna nægilega á nauðsynlega aðlögun að aukinni hæð yfir sjó. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn tekur m.a. að fjölga rauðum blóðkornum og öndunin (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að efla og viðhalda súrefnisupptöku. Ekki er unnt að auka verulega hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er auðvitað öllum nauðsynlegt t.d. í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á öðrum lægri stöðum (3.000-4.500 m) á einni til tveimur vikum á undan háfjallaferð og svo með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, til dæmis í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallamennskan sé ekki liður í keppni. Sjálfur hef ég reynslu af notkun glákulyfsins diamox í langri háfjallaferð og mæli ekki með því né nokkru öðru lyfi. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli leikmanns eða læknis á borð við þau að stöðug inntaka diamox vegan ferðar á Kilimanjaro sé ekkert öðru vísi en fyrirfram inntaka malaríulyfs í Afríkuferð duga ekki. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir skordýrasmit langvinns og hættulegs sjúkdóms, malaríu. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn auk þess tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox og jafnvel önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast henni ekki, verða að kyngja þeirri staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi “lyfseðillinn”, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota daga til að hækka sig í fjallinu en sofa neðar; stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku. Fjöll undir eða um 6.000 metra hæð eiga alls ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð eða ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man hér heima fyrir. Fyrir Kilimanjaró eu sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Ég hef talað fyrir gæðum einfaldleikans og náttúrulegri aðlögun í klifur- og fjallmennsku. Hvatt fólk til að minnka akstur um hálendi og jökla en auka göngur og náttúruskoðun í návígi út frá aksturs- og ferðaleiðum. Hvatt til göngu- eða fjallaskíðanotkunar í fjallamennsku á veturna, með sleða í eftirdragi þegar þannig hentar. Hvatt klifrara til að horfa oftar til lengri en styttri ferða á fjöll, bæði heima og í útlöndum, sem allra mest óstuddir af öðrum en sínum félögum og ýmist leiðsögumönnum (sé þörf á þeim) eða heimamönnum sem aðstoða á marga vegu. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Fjallamennska Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Í skrifum og tali hef ég tekið afstöðu í stöku málefnum tengdum fjallamennsku. Nefni hér lyfjanotkun á háum fjöllum í útlöndum. Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður vart ofan við 2.700 til 3.000 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins . Á tindi fjallsins eru aðstæður þá líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru fyrstu merki hæðarveiki. Lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er ögrað um of eftir þau einkenni, með því að fjallaklifrari eða göngumaður hækkar sig of hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á flugvöllinn í La Paz). Í þessum tilvikum lætur ferðalangurinn ekki reyna nægilega á nauðsynlega aðlögun að aukinni hæð yfir sjó. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn tekur m.a. að fjölga rauðum blóðkornum og öndunin (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að efla og viðhalda súrefnisupptöku. Ekki er unnt að auka verulega hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er auðvitað öllum nauðsynlegt t.d. í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á öðrum lægri stöðum (3.000-4.500 m) á einni til tveimur vikum á undan háfjallaferð og svo með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, til dæmis í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallamennskan sé ekki liður í keppni. Sjálfur hef ég reynslu af notkun glákulyfsins diamox í langri háfjallaferð og mæli ekki með því né nokkru öðru lyfi. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli leikmanns eða læknis á borð við þau að stöðug inntaka diamox vegan ferðar á Kilimanjaro sé ekkert öðru vísi en fyrirfram inntaka malaríulyfs í Afríkuferð duga ekki. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir skordýrasmit langvinns og hættulegs sjúkdóms, malaríu. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn auk þess tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox og jafnvel önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast henni ekki, verða að kyngja þeirri staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi “lyfseðillinn”, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota daga til að hækka sig í fjallinu en sofa neðar; stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku. Fjöll undir eða um 6.000 metra hæð eiga alls ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð eða ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man hér heima fyrir. Fyrir Kilimanjaró eu sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Ég hef talað fyrir gæðum einfaldleikans og náttúrulegri aðlögun í klifur- og fjallmennsku. Hvatt fólk til að minnka akstur um hálendi og jökla en auka göngur og náttúruskoðun í návígi út frá aksturs- og ferðaleiðum. Hvatt til göngu- eða fjallaskíðanotkunar í fjallamennsku á veturna, með sleða í eftirdragi þegar þannig hentar. Hvatt klifrara til að horfa oftar til lengri en styttri ferða á fjöll, bæði heima og í útlöndum, sem allra mest óstuddir af öðrum en sínum félögum og ýmist leiðsögumönnum (sé þörf á þeim) eða heimamönnum sem aðstoða á marga vegu. Höfundur er jarðvísindamaður.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun