Því eru lyf notuð í fjallgöngum? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2023 16:30 Í skrifum og tali hef ég tekið afstöðu í stöku málefnum tengdum fjallamennsku. Nefni hér lyfjanotkun á háum fjöllum í útlöndum. Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður vart ofan við 2.700 til 3.000 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins . Á tindi fjallsins eru aðstæður þá líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru fyrstu merki hæðarveiki. Lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er ögrað um of eftir þau einkenni, með því að fjallaklifrari eða göngumaður hækkar sig of hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á flugvöllinn í La Paz). Í þessum tilvikum lætur ferðalangurinn ekki reyna nægilega á nauðsynlega aðlögun að aukinni hæð yfir sjó. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn tekur m.a. að fjölga rauðum blóðkornum og öndunin (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að efla og viðhalda súrefnisupptöku. Ekki er unnt að auka verulega hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er auðvitað öllum nauðsynlegt t.d. í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á öðrum lægri stöðum (3.000-4.500 m) á einni til tveimur vikum á undan háfjallaferð og svo með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, til dæmis í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallamennskan sé ekki liður í keppni. Sjálfur hef ég reynslu af notkun glákulyfsins diamox í langri háfjallaferð og mæli ekki með því né nokkru öðru lyfi. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli leikmanns eða læknis á borð við þau að stöðug inntaka diamox vegan ferðar á Kilimanjaro sé ekkert öðru vísi en fyrirfram inntaka malaríulyfs í Afríkuferð duga ekki. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir skordýrasmit langvinns og hættulegs sjúkdóms, malaríu. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn auk þess tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox og jafnvel önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast henni ekki, verða að kyngja þeirri staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi “lyfseðillinn”, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota daga til að hækka sig í fjallinu en sofa neðar; stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku. Fjöll undir eða um 6.000 metra hæð eiga alls ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð eða ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man hér heima fyrir. Fyrir Kilimanjaró eu sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Ég hef talað fyrir gæðum einfaldleikans og náttúrulegri aðlögun í klifur- og fjallmennsku. Hvatt fólk til að minnka akstur um hálendi og jökla en auka göngur og náttúruskoðun í návígi út frá aksturs- og ferðaleiðum. Hvatt til göngu- eða fjallaskíðanotkunar í fjallamennsku á veturna, með sleða í eftirdragi þegar þannig hentar. Hvatt klifrara til að horfa oftar til lengri en styttri ferða á fjöll, bæði heima og í útlöndum, sem allra mest óstuddir af öðrum en sínum félögum og ýmist leiðsögumönnum (sé þörf á þeim) eða heimamönnum sem aðstoða á marga vegu. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Fjallamennska Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Burt með stöðumælana! Björn Jón Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í skrifum og tali hef ég tekið afstöðu í stöku málefnum tengdum fjallamennsku. Nefni hér lyfjanotkun á háum fjöllum í útlöndum. Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður vart ofan við 2.700 til 3.000 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins . Á tindi fjallsins eru aðstæður þá líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru fyrstu merki hæðarveiki. Lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er ögrað um of eftir þau einkenni, með því að fjallaklifrari eða göngumaður hækkar sig of hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á flugvöllinn í La Paz). Í þessum tilvikum lætur ferðalangurinn ekki reyna nægilega á nauðsynlega aðlögun að aukinni hæð yfir sjó. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn tekur m.a. að fjölga rauðum blóðkornum og öndunin (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að efla og viðhalda súrefnisupptöku. Ekki er unnt að auka verulega hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er auðvitað öllum nauðsynlegt t.d. í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á öðrum lægri stöðum (3.000-4.500 m) á einni til tveimur vikum á undan háfjallaferð og svo með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, til dæmis í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallamennskan sé ekki liður í keppni. Sjálfur hef ég reynslu af notkun glákulyfsins diamox í langri háfjallaferð og mæli ekki með því né nokkru öðru lyfi. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli leikmanns eða læknis á borð við þau að stöðug inntaka diamox vegan ferðar á Kilimanjaro sé ekkert öðru vísi en fyrirfram inntaka malaríulyfs í Afríkuferð duga ekki. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir skordýrasmit langvinns og hættulegs sjúkdóms, malaríu. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn auk þess tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox og jafnvel önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast henni ekki, verða að kyngja þeirri staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi “lyfseðillinn”, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota daga til að hækka sig í fjallinu en sofa neðar; stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku. Fjöll undir eða um 6.000 metra hæð eiga alls ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð eða ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man hér heima fyrir. Fyrir Kilimanjaró eu sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Ég hef talað fyrir gæðum einfaldleikans og náttúrulegri aðlögun í klifur- og fjallmennsku. Hvatt fólk til að minnka akstur um hálendi og jökla en auka göngur og náttúruskoðun í návígi út frá aksturs- og ferðaleiðum. Hvatt til göngu- eða fjallaskíðanotkunar í fjallamennsku á veturna, með sleða í eftirdragi þegar þannig hentar. Hvatt klifrara til að horfa oftar til lengri en styttri ferða á fjöll, bæði heima og í útlöndum, sem allra mest óstuddir af öðrum en sínum félögum og ýmist leiðsögumönnum (sé þörf á þeim) eða heimamönnum sem aðstoða á marga vegu. Höfundur er jarðvísindamaður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun