Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 11:01 Blóð úr hinum skotna í anddyri fjölbýlishúss við Silfratjörn í Úlfarsárdal. Stöð 2/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira