Nýtt útlit á kvöldfréttum frumsýnt í kvöld Boði Logason skrifar 10. nóvember 2023 14:25 Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er spennt að sýna landsmönnum nýtt fréttastúdíó í kvöldfréttunum í kvöld á slaginu 18:30. Vilhelm Nýtt fréttastúdíó verður frumsýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Framleiðslustjóri fréttastofunnar segist vera spennt að sýna landsmönnum afrakstur síðustu mánaða. Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016. Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016.
Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira