Bygging varnargarða bíði tillögu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2023 14:40 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegs goss biði tillögu almannavarna. Vísir/Vilhelm „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Sigmundur Davíð átti þar við um uppbyggingu varnargarða og annarra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegra eldsumbrota í grennd við Grindavík. Beðið eftir tillögu „Allt frá í raun og veru fyrstu umbrotum á Reykjanesskaga var hafin vinna stjórnvalda með aðilum á svæðinu, bæði sveitarstjórnum og auðvitað viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, almannavörnum og öðrum, til þess að kortleggja svæði. Það liggur því fyrir gríðarlega mikið magn af gögnum,“ svaraði Katrín. „Hæstvirtur þingmaður vísar hér í innviðahóp almannavarna sem hefur skilað af sér tillögum um mögulega varnargarða. Þær tillögur hafa verið í rýni hjá almannavörnum sem hyggjast gera tillögur til stjórnvalda núna á allra næstu dögum um hvað sé rétt að gera.“ Sigmundur Davíð sakaði ríkisstjórnina um ákvarðanafælni og sagði að upplýsingaóreiða fylgdi þessu í of miklum mæli. Þá vitnaði hann í Víði Reynisson, yfirmann almannavarnadeildar sem sagði að ákvörðun í þessu máli væri orðin tímabær. Katrín svaraði því að þegar væri undirbúningur slíks verkefnis hafinn en að viðbúnaðarstig væri ekki slíkt að hægt væri að ráðast í stórtækar aðgerðir eins og er. Heimildir fari eftir hættustigi „Það er þegar verið að setja hæla í jörð þannig að það móti fyrir útlínum á þessum varnargörðum. Það er búið að undirbúa það að tryggja bæði efni og tæki. Hins vegar er það ekki enn komið á það stig að það liggi fyrir formleg tillaga frá almannavörnum en ég vænti þess að það liggi fyrir á allra næstu dögum og get farið betur yfir það í raun og veru.“ „Ef við færumst á hættustig þá breytast heimildir almannavarna til að grípa til slíkra aðgerða.“ Tillaga liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð spurði svo hvort mætti skilja mál forsætisráðherra þannig að gripið yrði til aðgerða um leið og tillaga bærist frá almannavörnum. Katrín sagði þá að málið yrði skoðað betur um leið og tillaga bærist og fara þyrfti yfir hana með sérfræðingum áður en nokkur ákvörðun er tekin. „En ég vil nota tækifærið hér í lokin og segja að ég tel að allir aðilar í kerfinu séu að vinna með samstilltum hætti að þessu erfiða ástandi,“ sagði Katrín að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Sigmundur Davíð átti þar við um uppbyggingu varnargarða og annarra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegra eldsumbrota í grennd við Grindavík. Beðið eftir tillögu „Allt frá í raun og veru fyrstu umbrotum á Reykjanesskaga var hafin vinna stjórnvalda með aðilum á svæðinu, bæði sveitarstjórnum og auðvitað viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, almannavörnum og öðrum, til þess að kortleggja svæði. Það liggur því fyrir gríðarlega mikið magn af gögnum,“ svaraði Katrín. „Hæstvirtur þingmaður vísar hér í innviðahóp almannavarna sem hefur skilað af sér tillögum um mögulega varnargarða. Þær tillögur hafa verið í rýni hjá almannavörnum sem hyggjast gera tillögur til stjórnvalda núna á allra næstu dögum um hvað sé rétt að gera.“ Sigmundur Davíð sakaði ríkisstjórnina um ákvarðanafælni og sagði að upplýsingaóreiða fylgdi þessu í of miklum mæli. Þá vitnaði hann í Víði Reynisson, yfirmann almannavarnadeildar sem sagði að ákvörðun í þessu máli væri orðin tímabær. Katrín svaraði því að þegar væri undirbúningur slíks verkefnis hafinn en að viðbúnaðarstig væri ekki slíkt að hægt væri að ráðast í stórtækar aðgerðir eins og er. Heimildir fari eftir hættustigi „Það er þegar verið að setja hæla í jörð þannig að það móti fyrir útlínum á þessum varnargörðum. Það er búið að undirbúa það að tryggja bæði efni og tæki. Hins vegar er það ekki enn komið á það stig að það liggi fyrir formleg tillaga frá almannavörnum en ég vænti þess að það liggi fyrir á allra næstu dögum og get farið betur yfir það í raun og veru.“ „Ef við færumst á hættustig þá breytast heimildir almannavarna til að grípa til slíkra aðgerða.“ Tillaga liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð spurði svo hvort mætti skilja mál forsætisráðherra þannig að gripið yrði til aðgerða um leið og tillaga bærist frá almannavörnum. Katrín sagði þá að málið yrði skoðað betur um leið og tillaga bærist og fara þyrfti yfir hana með sérfræðingum áður en nokkur ákvörðun er tekin. „En ég vil nota tækifærið hér í lokin og segja að ég tel að allir aðilar í kerfinu séu að vinna með samstilltum hætti að þessu erfiða ástandi,“ sagði Katrín að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira