Minnisvarði um Fiskidaginn mikla verði afhjúpaður á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2023 08:37 Frá stórtónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík í ágúst síðastliðnum. Viktor Freyr Sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar vill láta reisa minnisvarða um bæjarhátíðina Fiskidaginn mikla sem afhjúpaður yrði á næsta ári. Greint var frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að hátíðin hefði nú verið haldin í síðasta sinn. Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag lagði forseti sveitarstjórnar fram tillögu þessa efnis sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum. Þar eru þeim Júlíusi Júlíussyni, Þorsteini Má Aðalsteinssyni, Óskari Óskarssyni, Guðmundi St. Jónssyni, Sigurði Jörgen Óskarsyni og Gunnari Aðalbjörnssyni færðar sérstakar þakkir fyrir fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa „stórmerkilegu hátíð“ Fiskidaginn mikla. „Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024," segir í tillögunni. Hafi bætt ímynd Dalvíkur Í bókuninni þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar stjórn Fiskidagsins mikla fyrir samstarfið gegnum árin. „Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla,“ segir í bókuninni. Auknar öryggiskröfur Stjórn Fiskidagsins mikla greindi frá því í tilkynningu á sunnudaginn að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla árið 2024 hafi var ákveðið að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32 Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag lagði forseti sveitarstjórnar fram tillögu þessa efnis sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum. Þar eru þeim Júlíusi Júlíussyni, Þorsteini Má Aðalsteinssyni, Óskari Óskarssyni, Guðmundi St. Jónssyni, Sigurði Jörgen Óskarsyni og Gunnari Aðalbjörnssyni færðar sérstakar þakkir fyrir fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa „stórmerkilegu hátíð“ Fiskidaginn mikla. „Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024," segir í tillögunni. Hafi bætt ímynd Dalvíkur Í bókuninni þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar stjórn Fiskidagsins mikla fyrir samstarfið gegnum árin. „Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla,“ segir í bókuninni. Auknar öryggiskröfur Stjórn Fiskidagsins mikla greindi frá því í tilkynningu á sunnudaginn að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla árið 2024 hafi var ákveðið að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32 Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32
Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43