Lokað í verslunum Pennans vegna netárásar Kolbeinn Tumi Daðason, Rafn Ágúst Ragnarsson og Árni Sæberg skrifa 8. nóvember 2023 14:42 Verslun Pennans við Hallarmúla. Vísir/Vilhelm Lokað hefur verið í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson síðan í hádeginu í dag. Ástæðan mun vera netárás á fyrirtækið. Mbl.is greindi fyrst frá. Verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Kringlunni tjáði fréttastofu að skellt hefði verið í lás í hádeginu. Þá hefði starfsfólki verið sagt að loka tölvum sínum. Heimasíða Pennans liggur niðri. Í tilkynningu frá Pennanum Eymundsson segir að um netárás hafi verið að ræða. Það kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar vinni að því að greina og meta umfang árásarinnar og að nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggja fyrir. Þessi skilaboð bíða þeirra sem heimsækja verslun Pennans í Hallarmúla.Vísir/Vilhelm Útgáfuhóf sem áætluð séu í verslunum Pennans Eymundsson í Austurstræti og Skólavörðustíg verði haldin samkvæmt áætlun. Annars verði verslanir Pennans lokaðar það sem eftir er dags. Bregðast rétt við Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir að Pennin hafi tilkynnt stofnuninni um netárásina en að netöryggi Pennans heyri ekki undir hana. Hann segi þó gott að Penninn hafi látið vita og að hann telji fyrirtækið vera að bregðast rétt við í samstarfi við fagaðila á einkamarkaði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS Þá segir Guðmundur Arnar að engar frekari tilkynningar um netárásir hafi borist í dag en nokkuð hafi borið á slíkum tilkynningum undanfarnar vikur. Þá hafi algengast aðferð netþrjóta verið að senda starfsmönnum tölvupósta og reyna að fá þá til þess að opna hlekki eða að brjótast inn í gegnum svokallað VPN-kerfi. Hann viti þó ekkert um það hvers kyns árás var framin á kerfi Pennans í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Netöryggi Netglæpir Verslun Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá. Verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Kringlunni tjáði fréttastofu að skellt hefði verið í lás í hádeginu. Þá hefði starfsfólki verið sagt að loka tölvum sínum. Heimasíða Pennans liggur niðri. Í tilkynningu frá Pennanum Eymundsson segir að um netárás hafi verið að ræða. Það kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar vinni að því að greina og meta umfang árásarinnar og að nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggja fyrir. Þessi skilaboð bíða þeirra sem heimsækja verslun Pennans í Hallarmúla.Vísir/Vilhelm Útgáfuhóf sem áætluð séu í verslunum Pennans Eymundsson í Austurstræti og Skólavörðustíg verði haldin samkvæmt áætlun. Annars verði verslanir Pennans lokaðar það sem eftir er dags. Bregðast rétt við Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir að Pennin hafi tilkynnt stofnuninni um netárásina en að netöryggi Pennans heyri ekki undir hana. Hann segi þó gott að Penninn hafi látið vita og að hann telji fyrirtækið vera að bregðast rétt við í samstarfi við fagaðila á einkamarkaði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS Þá segir Guðmundur Arnar að engar frekari tilkynningar um netárásir hafi borist í dag en nokkuð hafi borið á slíkum tilkynningum undanfarnar vikur. Þá hafi algengast aðferð netþrjóta verið að senda starfsmönnum tölvupósta og reyna að fá þá til þess að opna hlekki eða að brjótast inn í gegnum svokallað VPN-kerfi. Hann viti þó ekkert um það hvers kyns árás var framin á kerfi Pennans í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Netöryggi Netglæpir Verslun Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent