„Við verðum að kunna okkur hóf í notkuninni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. nóvember 2023 23:50 Sigurður Ingi leggur áherslu á að frumvarpið fái umfjöllun í þinginu sem fyrst. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra leggur áherslu á að frumvarp sem tekur á notkun rafhlaupahjóla fái meðferð í þinginu sem fyrst. Þó hjólin séu fínasta samgöngubót verði fólk að kunna sér hóf. Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- og heilaskaða eftir slys á rafhlaupahjóli. Um fjórðungur allra umferðaslysa verða á hjólunum. Líkt og kom fram í þættinum hefur samgönguráðherra boðað aukið regluverk í kringum hjólin í frumvarpi sem nú liggur í samráðsgátt. Gert er ráð fyrir að lögreglan fái heimildir til að taka á ölvunarakstri, aldursskilyrði sett og fleiri atriði. Hann segir frumvarpið væntanlegt í þingið á næstu vikum. „Ég hef nú bara verið að leggja áherslu á að koma því fyrst þangað inn, ég held að á þeim tíma sem það kom fram upphaflega þá voru kannski meira skiptar skoðanir um ákveðna hluti þess sem þar eru sem ég held að menn hafi í dag í ljósi mjög margra alvarlegra slysa meiri skilning á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Norðurlöndin hafa flest gripið til einhverra takmarkana þegar kemur að notkun leiguhjóla og svipar frumvarp Sigurðar til þeirra skrefa sem Norðmenn hafa tekið. „Og þeir eru komnir með tölur um ótrúlegan árangur af þessari leið sem þeir fóru og er nokkuð sambærileg þeirri sem við ætlum að fara. Áskorunin er alls staðar sú sama. Þetta er ný og frábær tækni til samgangna en við verðum einhvern veginn að kunna okkur hóf í notkuninni.“ Hann segist ekki eiga von á öðru en að frumvarpið verði samþykkt. „Einfaldlega held ég að þessi fjöldi slysa sem hefur ratað í umræðuna sem er ágætt til að vara fólk við og sú staðreynt að einn fjórði af öllum alvarlegum slysum í landinu eru vegna þessarar notkunar og oft hjá börnum og ungmenni, þá hljótum við að vera tilbúin að skoða að setja einhvers konar regluverk í kringum það.“ Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Umferðaröryggi Heilbrigðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00 Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51 Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00 Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- og heilaskaða eftir slys á rafhlaupahjóli. Um fjórðungur allra umferðaslysa verða á hjólunum. Líkt og kom fram í þættinum hefur samgönguráðherra boðað aukið regluverk í kringum hjólin í frumvarpi sem nú liggur í samráðsgátt. Gert er ráð fyrir að lögreglan fái heimildir til að taka á ölvunarakstri, aldursskilyrði sett og fleiri atriði. Hann segir frumvarpið væntanlegt í þingið á næstu vikum. „Ég hef nú bara verið að leggja áherslu á að koma því fyrst þangað inn, ég held að á þeim tíma sem það kom fram upphaflega þá voru kannski meira skiptar skoðanir um ákveðna hluti þess sem þar eru sem ég held að menn hafi í dag í ljósi mjög margra alvarlegra slysa meiri skilning á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Norðurlöndin hafa flest gripið til einhverra takmarkana þegar kemur að notkun leiguhjóla og svipar frumvarp Sigurðar til þeirra skrefa sem Norðmenn hafa tekið. „Og þeir eru komnir með tölur um ótrúlegan árangur af þessari leið sem þeir fóru og er nokkuð sambærileg þeirri sem við ætlum að fara. Áskorunin er alls staðar sú sama. Þetta er ný og frábær tækni til samgangna en við verðum einhvern veginn að kunna okkur hóf í notkuninni.“ Hann segist ekki eiga von á öðru en að frumvarpið verði samþykkt. „Einfaldlega held ég að þessi fjöldi slysa sem hefur ratað í umræðuna sem er ágætt til að vara fólk við og sú staðreynt að einn fjórði af öllum alvarlegum slysum í landinu eru vegna þessarar notkunar og oft hjá börnum og ungmenni, þá hljótum við að vera tilbúin að skoða að setja einhvers konar regluverk í kringum það.“
Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Umferðaröryggi Heilbrigðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00 Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51 Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00 Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00
Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51
Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00
Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00