Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. nóvember 2023 19:11 Chad vissi af stöðunni við lónið. Vísir/Ívar Fannar Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. Töluverð umræða hefur verið um Bláa lónið eftir að skjálftavirkni hófst á svæðinu og telja sumir að loka eigi lóninu á meðan óvissustig er á svæðinu. Einn þeirra er Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur sem birti skoðanagrein á Vísi í gær þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka lóninu vegna jarðhræringa. Hann vekur athygli á því að hús séu rýmd á hverju ári vegna snjóflóðahættu og eins á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hafi hafist án viðvörunar. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir í samtali við fréttastofu að ekki sé tilefni til að loka lóninu að svo stöddu. Þau séu í nánu samstarfi við Almannavarnir og sérfræðinga og staðan metin daglega. Landris vegna kvikusöfnunar við Þorbjörn heldur áfram. Dregið hefur úr skjálftavirkni síðan á sjötta tímanum í gær og segir náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni að þeir skjálftar sem mælst hafa séu minni en áður. Gera megi þó ráð fyrir að jarðskjálftavirkni aukist aftur. Fréttastofa ræddi við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir úr lóninu og spurði hvort þeir séu meðvitaðir um jarðhræringar og óvissuástandið á svæðinu. Sam hefði sennilega ekki farið ofan í lónið ef hann hefði verið upplýstur um stöðuna. Vísir/Ívar Fannar „Nei það lét mig enginn vita þegar ég kom í lónið,“ segir Sam og bætir við að hann hefði líklega ekki farið ofan í hefði hann vitað af stöðunni. Heyra má í fleiri ferðamönnum hér í sjónvarpsfréttinni að ofan. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Töluverð umræða hefur verið um Bláa lónið eftir að skjálftavirkni hófst á svæðinu og telja sumir að loka eigi lóninu á meðan óvissustig er á svæðinu. Einn þeirra er Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur sem birti skoðanagrein á Vísi í gær þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka lóninu vegna jarðhræringa. Hann vekur athygli á því að hús séu rýmd á hverju ári vegna snjóflóðahættu og eins á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hafi hafist án viðvörunar. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir í samtali við fréttastofu að ekki sé tilefni til að loka lóninu að svo stöddu. Þau séu í nánu samstarfi við Almannavarnir og sérfræðinga og staðan metin daglega. Landris vegna kvikusöfnunar við Þorbjörn heldur áfram. Dregið hefur úr skjálftavirkni síðan á sjötta tímanum í gær og segir náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni að þeir skjálftar sem mælst hafa séu minni en áður. Gera megi þó ráð fyrir að jarðskjálftavirkni aukist aftur. Fréttastofa ræddi við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir úr lóninu og spurði hvort þeir séu meðvitaðir um jarðhræringar og óvissuástandið á svæðinu. Sam hefði sennilega ekki farið ofan í lónið ef hann hefði verið upplýstur um stöðuna. Vísir/Ívar Fannar „Nei það lét mig enginn vita þegar ég kom í lónið,“ segir Sam og bætir við að hann hefði líklega ekki farið ofan í hefði hann vitað af stöðunni. Heyra má í fleiri ferðamönnum hér í sjónvarpsfréttinni að ofan.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira