Eiturlyf auglýst til sölu á Facebook Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. nóvember 2023 16:39 Spænskir eiturlyfjasalar hafa snúið sér að Facebook til merkaðssetningar. Vísir/Vilhelm/Getty Fíkniefnasalar auglýsa nú allar tegundir eiturlyfja til sölu á Facebook. Þeir kaupa auglýsingar sem fá að vera þar óáreittar. „Við bjóðum besta kókaínið í Barcelona, við færum þér það heim og þú greiðir við afhendingu.“ Svona hljómar ein af þeim þúsundum auglýsinga sem nú birtast notendum Facebook, já og líka Instagram, í stríðum straumum. Seljendur ólöglegra fíkniefna hafa nánast jafngóðan aðgang að auglýsingum Facebook eins og hverjir aðrir og þeir auglýsa allt sem nöfnum tjáir að nefna; alsælu, ketamín, amfetamín, LSD, kókaín. Já og heilan helling af Viagra, því miðað við umfang auglýsinga á bláu pillunni mætti halda að stinningarvandi væri alvarlegasti vandi hálfrar heimsbyggðarinnar. Með þessum hætti eru eiturlyfjasalarnir með opið allan sólarhringinn, sjö daga í viku. Heimsendingarþjónusta og það fylgir gjarnan ein alsælupilla með sem kaupauki með hverjum viðskiptum. Spænska dagblaðið El Diario hefur kafað ofan í auglýsingaumhverfið á Facebook og afhjúpað auglýsingar þessara ólöglegu efna. Blaðið segir að eftir að það sendi inn fyrirspurn til Facebook um ástæður þess að svona auglýsingar fengju að birtast átölulaust, hafi liðið tveir sólarhringar áður en tiltekin kókaínauglýsing var fjarlægð. Síðan liðu þrír sólarhringar og þá birtist auglýsingin að nýju. El Diario segir Facebook gefa sig út fyrir að fylgja mjög strangri auglýsingastefnu. Allar auglýsingar séu skoðaðar gaumgæfilega og ekki birtar fyrr en eftir 24ra klukkustunda rannsókn og úttekt á innihaldi auglýsingarinnar. Þetta stenst enga skoðun, segir El Diario og segir að þúsundir auglýsinga séu í umferð sem auglýsi ólöglegan varning, vímuefni, stinningarlyf, megrunarlyf, gagnslaus krabbameinslyf og -meðferðir og svona mætti lengi telja. Spánn Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
„Við bjóðum besta kókaínið í Barcelona, við færum þér það heim og þú greiðir við afhendingu.“ Svona hljómar ein af þeim þúsundum auglýsinga sem nú birtast notendum Facebook, já og líka Instagram, í stríðum straumum. Seljendur ólöglegra fíkniefna hafa nánast jafngóðan aðgang að auglýsingum Facebook eins og hverjir aðrir og þeir auglýsa allt sem nöfnum tjáir að nefna; alsælu, ketamín, amfetamín, LSD, kókaín. Já og heilan helling af Viagra, því miðað við umfang auglýsinga á bláu pillunni mætti halda að stinningarvandi væri alvarlegasti vandi hálfrar heimsbyggðarinnar. Með þessum hætti eru eiturlyfjasalarnir með opið allan sólarhringinn, sjö daga í viku. Heimsendingarþjónusta og það fylgir gjarnan ein alsælupilla með sem kaupauki með hverjum viðskiptum. Spænska dagblaðið El Diario hefur kafað ofan í auglýsingaumhverfið á Facebook og afhjúpað auglýsingar þessara ólöglegu efna. Blaðið segir að eftir að það sendi inn fyrirspurn til Facebook um ástæður þess að svona auglýsingar fengju að birtast átölulaust, hafi liðið tveir sólarhringar áður en tiltekin kókaínauglýsing var fjarlægð. Síðan liðu þrír sólarhringar og þá birtist auglýsingin að nýju. El Diario segir Facebook gefa sig út fyrir að fylgja mjög strangri auglýsingastefnu. Allar auglýsingar séu skoðaðar gaumgæfilega og ekki birtar fyrr en eftir 24ra klukkustunda rannsókn og úttekt á innihaldi auglýsingarinnar. Þetta stenst enga skoðun, segir El Diario og segir að þúsundir auglýsinga séu í umferð sem auglýsi ólöglegan varning, vímuefni, stinningarlyf, megrunarlyf, gagnslaus krabbameinslyf og -meðferðir og svona mætti lengi telja.
Spánn Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira