Lögreglukonur áreittar af samstarfsmönnum en karlarnir af konum úti í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 21:01 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið taka niðurstöður rannsóknarinnar mjög alvarlega. Vísir/Arnar Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hefur aukist talsvert síðasta áratug, samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir embættið taka niðurstöðurnar mjög alvarlega. Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum. Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira