Enya og Garbó fá grænt ljós en ekki Laurasif Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 15:54 Írska söngkonan Enya á tónleikum í Berlín árið 2016. Mögulega að taka lagið Orinoco Flow (Sail Away). EPA Mannanafnanefnd birti í dag nýja úrskurði sína þar sem nefnin leggur blessun sína yfir eiginnöfn á borð við Enya, Garbó og Harley. Þó er beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað. Nefndin kom saman til fundar í gær þar sem samþykktar voru beiðnir um karlkynseiginnafnið Vilfreð og kvenkynseiginnöfnin Enya, Márey, Garbó og Harley. Voru nöfnin öll færð í mannanafnaskrá. Þó var beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað þar sem það var ekki talið vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin samþykkti jafnframt millinafnið Árheim. Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Laurasif ekki í samræmi við almennar ritreglur Varðandi nafnið Laurasif segir í úrskurði nefndarinnar að ef litið sé á nafnið sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Laura og Sif þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú. „Sem samsett nafn fer Laurasif (kvk.) gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Laura, í aukaföllum Lauru. Ekki er hefð fyrir því í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Laurasif (í eignarfalli Laurusifjar) brýtur þannig í bág við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Laurasifjar). Sá möguleiki bryti einnig í bág við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar er notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Það getur ekki heldur talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Laura og Sif sem eitt orð,“ segir í úrskurðinum. Nefndin vísaði ennfremur til fyrri úrskurða þar sem beiðnum um eiginnöfnin Annalinda, Liljarós, Jónheiðar, Hannadís, Sveinnóli, Olgalilja, Ingadóra, Hannalísa, Sigríðurjóna, Ólasteina og Annamaría hafði verið hafnað. Mannanöfn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16 Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27 Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Nefndin kom saman til fundar í gær þar sem samþykktar voru beiðnir um karlkynseiginnafnið Vilfreð og kvenkynseiginnöfnin Enya, Márey, Garbó og Harley. Voru nöfnin öll færð í mannanafnaskrá. Þó var beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað þar sem það var ekki talið vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin samþykkti jafnframt millinafnið Árheim. Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Laurasif ekki í samræmi við almennar ritreglur Varðandi nafnið Laurasif segir í úrskurði nefndarinnar að ef litið sé á nafnið sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Laura og Sif þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú. „Sem samsett nafn fer Laurasif (kvk.) gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Laura, í aukaföllum Lauru. Ekki er hefð fyrir því í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Laurasif (í eignarfalli Laurusifjar) brýtur þannig í bág við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Laurasifjar). Sá möguleiki bryti einnig í bág við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar er notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Það getur ekki heldur talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Laura og Sif sem eitt orð,“ segir í úrskurðinum. Nefndin vísaði ennfremur til fyrri úrskurða þar sem beiðnum um eiginnöfnin Annalinda, Liljarós, Jónheiðar, Hannadís, Sveinnóli, Olgalilja, Ingadóra, Hannalísa, Sigríðurjóna, Ólasteina og Annamaría hafði verið hafnað.
Mannanöfn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16 Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27 Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16
Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27
Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15