Við hendum of miklu af mat Bergrún Ólafsdóttir skrifar 31. október 2023 12:31 Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram. Við þurfum ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að matarsóun og fleiri þurfa að leggja baráttunni lið. Við sem störfum á dagvörumarkaði berum mikla ábyrgð í þessum málum en getum því haft meiri áhrif fyrir vikið. Samkaup hafa lengi látið baráttuna gegn matarsóun sig miklu varða en með verkefninu Mataraðstoð gegn matarsóun, sem hófst á síðasta ári, höfum við séð verulegan árangur. Verkefnið hófst þannig að fimm verslanir okkar gáfu 60-70 kassa á hverjum degi til Hjálpræðishersins. Þar er maturinn nýttur til þess að elda heitar og næringarríkar máltíðir sem eru gefnar áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í dag er verkefnið í átta verslunum okkar og gefur allt að 300 manns að borða daglega. Það besta við þessi verkefni er að við erum að minnka sóun og hjálpa fólki í neyð, en á sama tíma dregur úr magni sorps sem til fellur hjá verslunum okkar, sem er mikill kostur. Nú þegar hafa Samkaup gefið til þessa verkefnis mat og aðrar nauðsynjavörur fyrir um 4 milljónir króna á mánuði frá því í október 2022, sem er auðvitað frábær árangur – en við getum gert enn betur. Við vitum hvað virkar hjá okkur, en í baráttunni gegn matarsóun þarf fyrst og fremst að auka fræðslu og sýna fólki hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfið. Umfjöllun þarf að vera mikil og jákvæð þar sem bent er á vandann á lausnamiðaðan hátt. Fleiri verslanir og framleiðendur þurfa að vera virk í baráttunni og auka þarf samstarf þeirra við ríki og sveitarfélög, enda ræðst framtíðin að miklu leyti af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Matarsóun er vandamál sem við stöndum frammi fyrir, ekki aðeins sem þjóð, heldur heimsbyggðin öll, og er þessi vandi ólíklega á förum í næstu framtíð. Því þarf að taka hann föstum tökum og vinna saman að því að minnka skaðann. Við hjá Samkaupum munum halda áfram að leggja okkar af mörkum og óskum eftir að fleiri taki þátt í verkefninu, sérstaklega þeir sem hafa mest áhrif. Tækifærin eru augljós en við náum ekki árangri nema fleiri komi að borðinu. Verum leiðandi og sýnum ábyrgð gagnvart umhverfi okkar. Höfundur er verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Matvöruverslun Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram. Við þurfum ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að matarsóun og fleiri þurfa að leggja baráttunni lið. Við sem störfum á dagvörumarkaði berum mikla ábyrgð í þessum málum en getum því haft meiri áhrif fyrir vikið. Samkaup hafa lengi látið baráttuna gegn matarsóun sig miklu varða en með verkefninu Mataraðstoð gegn matarsóun, sem hófst á síðasta ári, höfum við séð verulegan árangur. Verkefnið hófst þannig að fimm verslanir okkar gáfu 60-70 kassa á hverjum degi til Hjálpræðishersins. Þar er maturinn nýttur til þess að elda heitar og næringarríkar máltíðir sem eru gefnar áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í dag er verkefnið í átta verslunum okkar og gefur allt að 300 manns að borða daglega. Það besta við þessi verkefni er að við erum að minnka sóun og hjálpa fólki í neyð, en á sama tíma dregur úr magni sorps sem til fellur hjá verslunum okkar, sem er mikill kostur. Nú þegar hafa Samkaup gefið til þessa verkefnis mat og aðrar nauðsynjavörur fyrir um 4 milljónir króna á mánuði frá því í október 2022, sem er auðvitað frábær árangur – en við getum gert enn betur. Við vitum hvað virkar hjá okkur, en í baráttunni gegn matarsóun þarf fyrst og fremst að auka fræðslu og sýna fólki hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfið. Umfjöllun þarf að vera mikil og jákvæð þar sem bent er á vandann á lausnamiðaðan hátt. Fleiri verslanir og framleiðendur þurfa að vera virk í baráttunni og auka þarf samstarf þeirra við ríki og sveitarfélög, enda ræðst framtíðin að miklu leyti af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Matarsóun er vandamál sem við stöndum frammi fyrir, ekki aðeins sem þjóð, heldur heimsbyggðin öll, og er þessi vandi ólíklega á förum í næstu framtíð. Því þarf að taka hann föstum tökum og vinna saman að því að minnka skaðann. Við hjá Samkaupum munum halda áfram að leggja okkar af mörkum og óskum eftir að fleiri taki þátt í verkefninu, sérstaklega þeir sem hafa mest áhrif. Tækifærin eru augljós en við náum ekki árangri nema fleiri komi að borðinu. Verum leiðandi og sýnum ábyrgð gagnvart umhverfi okkar. Höfundur er verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaupum.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar