12 milljarðar = fæðuöryggi tryggt Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 31. október 2023 10:30 Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags. Það þarf að stokka spilin í því umhverfi sem samfélagið bý landbúnaði á Íslandi. Það vantar ekki hyggjuvit í bændastétt, útsjónarsemi eða dugnað. Það sem vantar er að við horfumst í augu við aðstæður og þær staðreyndir sem nú eru komin upp á yfirborðið. Lengi hefur verið sagt að íslenskur landbúnaður búi við ofur styrki hins opinbera, við skoðun standast þær fullyrðingar ekki. Íslenskur landbúnaður og þær afurðir sem til verða í þeirri framleiðslugrein er gæðavara, hrein afurð sem byggir á hreinu loftslagi, hreinu vatni og lítilli sýklalyfjanotkun og útkoman eru matvæli í heimsklassa. Á það hefur verið bent að það vanti mögulega um 12 milljarða inn í landbúnaðarkerfið til þess að staða bænda styrkist. Mikilvægt er rýna þá tölu vel en ef 12 milljarðar eru rétta talan þá eru 12 milljarðar gott fólk smáaurar í stóra samhengi hlutanna þegar matvælaöryggi heillar þjóðar er um að ræða. Ég skora að ríkisvaldið, matvælaráðherra og fjármálaráðherra, með fulltingi þingmanna allra að grípa í taumana, setja aukið fjármagn í okkar einstaka landbúnað og skapa jafnframt Byggðarstofnun svigrúm til að koma með sértækar aðgerðir til handa skuldsettum búum á landinu. Ég er handviss um að við almenningur í landinu munum styðja slíkar aðgerðir, núna er tíminn ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags. Það þarf að stokka spilin í því umhverfi sem samfélagið bý landbúnaði á Íslandi. Það vantar ekki hyggjuvit í bændastétt, útsjónarsemi eða dugnað. Það sem vantar er að við horfumst í augu við aðstæður og þær staðreyndir sem nú eru komin upp á yfirborðið. Lengi hefur verið sagt að íslenskur landbúnaður búi við ofur styrki hins opinbera, við skoðun standast þær fullyrðingar ekki. Íslenskur landbúnaður og þær afurðir sem til verða í þeirri framleiðslugrein er gæðavara, hrein afurð sem byggir á hreinu loftslagi, hreinu vatni og lítilli sýklalyfjanotkun og útkoman eru matvæli í heimsklassa. Á það hefur verið bent að það vanti mögulega um 12 milljarða inn í landbúnaðarkerfið til þess að staða bænda styrkist. Mikilvægt er rýna þá tölu vel en ef 12 milljarðar eru rétta talan þá eru 12 milljarðar gott fólk smáaurar í stóra samhengi hlutanna þegar matvælaöryggi heillar þjóðar er um að ræða. Ég skora að ríkisvaldið, matvælaráðherra og fjármálaráðherra, með fulltingi þingmanna allra að grípa í taumana, setja aukið fjármagn í okkar einstaka landbúnað og skapa jafnframt Byggðarstofnun svigrúm til að koma með sértækar aðgerðir til handa skuldsettum búum á landinu. Ég er handviss um að við almenningur í landinu munum styðja slíkar aðgerðir, núna er tíminn ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar