Fimmtán ára gamall koss orðinn að hitamáli í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 11:00 Charlotte Kalla hefur unnið fjölda verðlauna á ferli sínum þar á meðal HM-gull og Ólympíugull. Getty/Matthias Hangs Sænski leikarinn og grínistinn Peter Settman smellti óumbeðnum kossi á sænsku íþróttastjörnuna Charlottu Kalla árið 2008. Hann þarf nú að svara fyrir hann fimmtán árum síðar. Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Sjá meira
Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Sjá meira