Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. október 2023 19:01 Katrín Jakobsdóttir fékk tölvupóst um ákvörðun Íslands nokkrum mínútum áður en atkvæðagreiðsla fór fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fá fordæmi fyrir annarri eins togstreitu hjá stjórnarflokkunum eins og í þessu máli. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar er á sama máli. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir málið hafa verið í hefðbundnum farvegi. Vísir/Arnar Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira