Síminn vandamál en unnið að lausn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. október 2023 15:33 Engar ráðstafanir vegna símanotkunar eru í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er, segir forstjóri Hrafnistu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. Símanotkun starfsfólks hjúkrunarheimila hefur vakið athygli undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós kom að starfsfólki hjúkrunarheimilanna Eir, Skjóli og Hömrum sé bannað að vera í símanum í vinnunni. Engar ráðstafanir eru þó í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu í samtali við fréttastofu. Ekki klippt og skorið „Auðvitað er þetta ákveðið vandamál þegar maður gleymir sér í símanum en síminn er líka notaður hjá okkur sem tæki til fræðslu. Við vitum að þetta geti verið vandi að fólk er að gleyma sér í símanum. Við þurfum að ná tökum á því svo að það sé ekki að skerða þjónustu við okkar íbúa,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu. Hún tekur fram að ekki verði gengist í breytingar án samráðs við starfsfólk. „Við ætlum að vinna þetta í samvinnu við okkar starfsfólk. Þetta er ekkert klippt og skorið. Þetta er alveg flókið. Auðvitað viljum við að þetta skerði ekki þjónustu til íbúa. Einhvers staðar þurfum við að finna þennan milliveg. Það skiptir máli að við vinnum þetta með okkar starfsfólki.“ Tilraunir reynst vel María sagði einnig að Hrafnista hefði kannað það að banna síma áður, en að kórónuveirufaraldurinn hafi bundið snöggan endi á þá tilraunastarfsemi. Þó hafi sú tilraun gengið vel og að starfsmenn hafi almennt verið ánægðir. „Við þurfum að finna reglu sem virkar og gengur upp. Þess vegna skiptir máli að við séum að tala saman og gera þetta saman,“ sagði hún að lokum. Hjúkrunarheimili Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Símanotkun starfsfólks hjúkrunarheimila hefur vakið athygli undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós kom að starfsfólki hjúkrunarheimilanna Eir, Skjóli og Hömrum sé bannað að vera í símanum í vinnunni. Engar ráðstafanir eru þó í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu í samtali við fréttastofu. Ekki klippt og skorið „Auðvitað er þetta ákveðið vandamál þegar maður gleymir sér í símanum en síminn er líka notaður hjá okkur sem tæki til fræðslu. Við vitum að þetta geti verið vandi að fólk er að gleyma sér í símanum. Við þurfum að ná tökum á því svo að það sé ekki að skerða þjónustu við okkar íbúa,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu. Hún tekur fram að ekki verði gengist í breytingar án samráðs við starfsfólk. „Við ætlum að vinna þetta í samvinnu við okkar starfsfólk. Þetta er ekkert klippt og skorið. Þetta er alveg flókið. Auðvitað viljum við að þetta skerði ekki þjónustu til íbúa. Einhvers staðar þurfum við að finna þennan milliveg. Það skiptir máli að við vinnum þetta með okkar starfsfólki.“ Tilraunir reynst vel María sagði einnig að Hrafnista hefði kannað það að banna síma áður, en að kórónuveirufaraldurinn hafi bundið snöggan endi á þá tilraunastarfsemi. Þó hafi sú tilraun gengið vel og að starfsmenn hafi almennt verið ánægðir. „Við þurfum að finna reglu sem virkar og gengur upp. Þess vegna skiptir máli að við séum að tala saman og gera þetta saman,“ sagði hún að lokum.
Hjúkrunarheimili Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira