Bakaði tugi bananabrauða úr bönunum nágrannanna og gaf þau öll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2023 21:55 Hjördís var í miðjum bakstri þegar fréttastofa leit við. Vísir/Steingrímur Dúi Ung kona varði helginni í að baka bananabrauð úr bönunum sem hún fékk meðal annars hjá nágrönnum sínum. Brauðin fara í frískápa um borgina og til þeirra sem mest gætu þurft á að halda. Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Góðverk Reykjavík Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Góðverk Reykjavík Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira