Segir hátterni Play svartan blett á sögu kjarasamningsgerðar Árni Sæberg skrifar 27. október 2023 10:49 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm „Hátterni flugfélagsins Play í tengslum við hina meintu „kjarasamningagerð“ og sniðganga þeirra á eina frjálsa stéttarfélagi flugfreyja á Íslandi er svartur blettur á sögu kjarasamningagerðar á Íslandi,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Þetta segir hann í yfirlýsingu á vef ASÍ sem ber titilinn „Að gefnu tilefni: Play virðir ekki grundvallarleikreglur vinnumarkaðarins“. Tilefnið er yfirlýsing Flugfreyjufélags Íslands vegna ummæla Birgis Jónssonar, forstjóra flugfélagsins Play, í Silfrinu á mánudag. Þar sagði að fullyrðingar Birgis um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir ætti að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. Í tilkynningu á vef ASÍ segir að af þessu tilefni telji sambandið rétt að rifja upp fyrri ályktun miðstjórnar og tengda umfjöllun um málefni Play. Í maí árið 2021 sagði meðal annars í ályktun miðstjórnar að Play ætlaði að bjóða lægri flugfargjöld með því að greiða starfsfólki sínu lægri laun en þekkist á íslenskum vinnumarkaði. Starfsemin skásta falli byggð á siðlausum grunni Í tilkynningu er haft eftir Finnbirni að á meðan Play sjái ekki að sér og hafnar því að fylgja leikreglum íslensks vinnumarkaðar muni íslensk verkalýðshreyfingin fordæma starfsemi Play, sem í skásta falli sé byggð á siðlausum grunni. „Það að forstjóri Play hafi ráðist að heilindum FFÍ opinberlega sem ASÍ er stolt af því kalla sitt aðildarfélag, er sérlega siðlaust í ljósi þess hvað gengið hefur á undanfarin ár. Ég skora á Play að ganga til kjarasamningsviðræðna við FFÍ og tryggja það að íslenskir neytendur geti búið við samkeppnismarkað í millilandaflugi án þess að þurfa gefa verulegan afslátt af heilindum sínum og almennum hugmyndum um viðskiptasiðferði.“ Play Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn Flugfélagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur 724 milljónum íslenskra króna á þariðja ársfjórðungi 2023. Í samanburði tapaði félagið 2,9 milljónum bandaríkjadala, 404 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri félagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem félagið skili hagnaði eftir skatt. 26. október 2023 20:51 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þetta segir hann í yfirlýsingu á vef ASÍ sem ber titilinn „Að gefnu tilefni: Play virðir ekki grundvallarleikreglur vinnumarkaðarins“. Tilefnið er yfirlýsing Flugfreyjufélags Íslands vegna ummæla Birgis Jónssonar, forstjóra flugfélagsins Play, í Silfrinu á mánudag. Þar sagði að fullyrðingar Birgis um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir ætti að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. Í tilkynningu á vef ASÍ segir að af þessu tilefni telji sambandið rétt að rifja upp fyrri ályktun miðstjórnar og tengda umfjöllun um málefni Play. Í maí árið 2021 sagði meðal annars í ályktun miðstjórnar að Play ætlaði að bjóða lægri flugfargjöld með því að greiða starfsfólki sínu lægri laun en þekkist á íslenskum vinnumarkaði. Starfsemin skásta falli byggð á siðlausum grunni Í tilkynningu er haft eftir Finnbirni að á meðan Play sjái ekki að sér og hafnar því að fylgja leikreglum íslensks vinnumarkaðar muni íslensk verkalýðshreyfingin fordæma starfsemi Play, sem í skásta falli sé byggð á siðlausum grunni. „Það að forstjóri Play hafi ráðist að heilindum FFÍ opinberlega sem ASÍ er stolt af því kalla sitt aðildarfélag, er sérlega siðlaust í ljósi þess hvað gengið hefur á undanfarin ár. Ég skora á Play að ganga til kjarasamningsviðræðna við FFÍ og tryggja það að íslenskir neytendur geti búið við samkeppnismarkað í millilandaflugi án þess að þurfa gefa verulegan afslátt af heilindum sínum og almennum hugmyndum um viðskiptasiðferði.“
Play Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn Flugfélagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur 724 milljónum íslenskra króna á þariðja ársfjórðungi 2023. Í samanburði tapaði félagið 2,9 milljónum bandaríkjadala, 404 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri félagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem félagið skili hagnaði eftir skatt. 26. október 2023 20:51 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn Flugfélagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur 724 milljónum íslenskra króna á þariðja ársfjórðungi 2023. Í samanburði tapaði félagið 2,9 milljónum bandaríkjadala, 404 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri félagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem félagið skili hagnaði eftir skatt. 26. október 2023 20:51