Nóg komið Gunnlaugur Stefánsson skrifar 26. október 2023 14:30 Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun af eldinu skaðar lífríkið í nágrenninu og spillir m.a. viðkvæmum búsvæðum nytjafiska. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir tjónið Hvað sem menn skrifa í reglur og stefnumótun, þá verða áfram til göt á kvíum og fiskur sleppur, lúsin heldur áfram að herja og mengunin flæðir undan kvíunum. Viljum við fórna villtum laxastofnum og lífríkinu og allri ferðaþjónustunni sem þessu tengist fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við landsbyggðarfólk á jörðum sínum sem varð að bregða búi skuldum vafið af því að hlunnindin af laxveiðinni hurfu í skiptum fyrir sjókvíaeldið? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við barnabörnin sín, þegar þau spyrja: „Varst þú ekki á Alþingi þegar sjókvíaeldið útrýmdi villta laxinum í ánum“? Ísland er eitt örfárra landa sem leyfir notkun á framandi stofni í opnu sjókvíaeldi. Það myndi t.d. aldrei vera leyft í Noregi. En á Íslandi viðgengst að nota norskan og frjóan eldislax. Árið 1988 var gert samkomulag milli hagaðila í stangaveiði og laxeldi að aldrei verði notaðir framandi stofnar í eldinu á Íslandi. Það var svikið og stjórnvöld láta sér vel líka. Það yrði stórt skref til náttúruverndar að banna norskan lax í opna sjókvíaeldinu. Í drögum að nýrri stefnumótun matvælaráðuneytisins í laxeldi er gengið útfrá óbreyttri skipan. Hvergi er fjallað um ábyrgð á þeim skaða og fjártjóni sem sjókvíaeldið veldur og þaðan af síður er eldisfyrirtækjunum skylt að kaupa sér umhverfistryggingar. Þegar ný fiskeldislög voru samþykkt á Alþingi 2019 skráðu alþingismenn í nefndaráliti: „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. Þetta sagði líka Atli Eide, fyrrum forstjóri norska eldisrisans Mowi, móðurfyrirtæki Arctic Fish, og taldi sjókvíaeldið ósjálfbært og með of mikla tíðni slysasleppinga. Hann gaf opna eldinu 10 ára gálgafrest. En opinber stefnumótun stjórnvalda tekur ekkert mark á Alþingi eða reynslu eldisiðjunnar, heldur ætlar að leyfa óbreytta starfsemi svo norskir eldisrisar geti farið sínu fram, hér eftir sem hingað til. Opið sjókvíaeldi er tímaskekkja, ósamboðið náttúruvernd nútímans og verður stöðvað fyrr eða síðar, ef ekki af stjórnmálamönnum eða almenningi sem neitar að borða þessar eiturböðuðu og lúsétnu afurðir, þá mun íslensk náttúra sjá um það. Aumkunnarvert er að sjá hvernig norsku eldisrisarnir beita íbúum eldisbyggðanna fyrir sig með skefjalausum hótunum um atvinnumissi og byggðahrun, ef þeir standi sig ekki í baráttunni fyrir þá til frekari sóknar og gróða. Núna er stærsta verkefnið í tengslum við sjókvíaeldið að undirbúa öflugar mótvægisaðgerðir með atvinnuuppbyggingu í eldisbyggðunum til að taka við, þegar opna eldinu verður hætt og norsku eldisrisarnir leggjast á flótta. Höfundur er formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun af eldinu skaðar lífríkið í nágrenninu og spillir m.a. viðkvæmum búsvæðum nytjafiska. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir tjónið Hvað sem menn skrifa í reglur og stefnumótun, þá verða áfram til göt á kvíum og fiskur sleppur, lúsin heldur áfram að herja og mengunin flæðir undan kvíunum. Viljum við fórna villtum laxastofnum og lífríkinu og allri ferðaþjónustunni sem þessu tengist fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við landsbyggðarfólk á jörðum sínum sem varð að bregða búi skuldum vafið af því að hlunnindin af laxveiðinni hurfu í skiptum fyrir sjókvíaeldið? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við barnabörnin sín, þegar þau spyrja: „Varst þú ekki á Alþingi þegar sjókvíaeldið útrýmdi villta laxinum í ánum“? Ísland er eitt örfárra landa sem leyfir notkun á framandi stofni í opnu sjókvíaeldi. Það myndi t.d. aldrei vera leyft í Noregi. En á Íslandi viðgengst að nota norskan og frjóan eldislax. Árið 1988 var gert samkomulag milli hagaðila í stangaveiði og laxeldi að aldrei verði notaðir framandi stofnar í eldinu á Íslandi. Það var svikið og stjórnvöld láta sér vel líka. Það yrði stórt skref til náttúruverndar að banna norskan lax í opna sjókvíaeldinu. Í drögum að nýrri stefnumótun matvælaráðuneytisins í laxeldi er gengið útfrá óbreyttri skipan. Hvergi er fjallað um ábyrgð á þeim skaða og fjártjóni sem sjókvíaeldið veldur og þaðan af síður er eldisfyrirtækjunum skylt að kaupa sér umhverfistryggingar. Þegar ný fiskeldislög voru samþykkt á Alþingi 2019 skráðu alþingismenn í nefndaráliti: „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. Þetta sagði líka Atli Eide, fyrrum forstjóri norska eldisrisans Mowi, móðurfyrirtæki Arctic Fish, og taldi sjókvíaeldið ósjálfbært og með of mikla tíðni slysasleppinga. Hann gaf opna eldinu 10 ára gálgafrest. En opinber stefnumótun stjórnvalda tekur ekkert mark á Alþingi eða reynslu eldisiðjunnar, heldur ætlar að leyfa óbreytta starfsemi svo norskir eldisrisar geti farið sínu fram, hér eftir sem hingað til. Opið sjókvíaeldi er tímaskekkja, ósamboðið náttúruvernd nútímans og verður stöðvað fyrr eða síðar, ef ekki af stjórnmálamönnum eða almenningi sem neitar að borða þessar eiturböðuðu og lúsétnu afurðir, þá mun íslensk náttúra sjá um það. Aumkunnarvert er að sjá hvernig norsku eldisrisarnir beita íbúum eldisbyggðanna fyrir sig með skefjalausum hótunum um atvinnumissi og byggðahrun, ef þeir standi sig ekki í baráttunni fyrir þá til frekari sóknar og gróða. Núna er stærsta verkefnið í tengslum við sjókvíaeldið að undirbúa öflugar mótvægisaðgerðir með atvinnuuppbyggingu í eldisbyggðunum til að taka við, þegar opna eldinu verður hætt og norsku eldisrisarnir leggjast á flótta. Höfundur er formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar