Ísraelar samþykkja að bíða með innrás Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 17:05 Ísraelskir hermenn skjóta sprengikúlum á Gasaströndina. AP/Tsafrir Abayov Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal vinna Bandaríkjamenn að því að koma fjölda loftvarnarkerfa til Mið-Austurlanda til að verja bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi, Kúveit, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta hefur WSJ eftir bandarískum embættismönnum og fólki sem sagt er þekkja til ætlana Ísraela. Frá því stríðið milli Hamas-samtakanna og Ísraela hófst með mannskæðum og hrottalegum árásum Hamas-liða á suðurhluta Ísraels, hafa að minnsta kosti þrettán árásir verið gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak og í Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum og eldflaugum og eru rúmlega þrjátíu hermenn sagðir hafa særst lítillega. Ráðamenn í Bandaríkjunum búast við því að þessum árásum muni fjölga með innrás Ísraela á Gasaströndina. Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2005. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, hafa um 6.500 Palestínumenn fallið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina. Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangakerfi. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal vinna Bandaríkjamenn að því að koma fjölda loftvarnarkerfa til Mið-Austurlanda til að verja bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi, Kúveit, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta hefur WSJ eftir bandarískum embættismönnum og fólki sem sagt er þekkja til ætlana Ísraela. Frá því stríðið milli Hamas-samtakanna og Ísraela hófst með mannskæðum og hrottalegum árásum Hamas-liða á suðurhluta Ísraels, hafa að minnsta kosti þrettán árásir verið gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak og í Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum og eldflaugum og eru rúmlega þrjátíu hermenn sagðir hafa særst lítillega. Ráðamenn í Bandaríkjunum búast við því að þessum árásum muni fjölga með innrás Ísraela á Gasaströndina. Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2005. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, hafa um 6.500 Palestínumenn fallið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina. Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangakerfi.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05
Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent