Styttum skuldahala stúdenta Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim skrifa 25. október 2023 13:31 Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám. Embætti umboðsmanns skuldara miðar við að lágmarksframfærsla einstaklings á mánuði, án húsaleigu sé 214.815 krónur á mánuði. Til samanburðar gerir Menntasjóður ráð fyrir að námsmenn geti lifað á aðeins 137.100 krónum á mánuði. Ekki batnar það þegar húsnæðisliðurinn er tekinn inn. Miðað við fullt nám þá fær námsmaður í leiguhúsnæði 97.853 krónur aukalega á mánuði í húsnæðislán. Það dugar hins vegar engan vegin fyrir húsnæðiskostnaði, jafnvel þegar þú ert eitt af þeim heppnu sem fá inni á Stúdentagarða, sem íbúðir kosta 115-141 þúsund á mánuði í einstaklingsherbergjum. Hvað þá ef viðkomandi nemandi þarf að leita á hinn almenna leigumarkað. Kerfið gengur ekki upp Þetta þýðir það að flestir nemendur þurfa að vinna með námi. Mikilvægt er að átta sig á því að allar tölur hér að ofan miðast við 9 mánuði á ári og því reiknað með að nemendur vinni á sumrin. Ef þau vinna á kassa í Bónus, þá eru meðallaun þeirra um 567 þúsund á mánuði skv. Kjarakönnun VR frá því í febrúar 2023. Slík laun, í þrjá mánuði, eru hins vegar 79.000 krónum hærra en það frítekjumark sem Menntasjóður skilgreinir sem viðmið fyrir þetta ár. Það þýðir að 45% af þessum 79.000 krónum eða 3.950 krónur dragast frá framfærsluláninu á hverjum mánuði hina níu mánuðina. Það þýðir einnig að 45% af öllum tekjum sem nemendur afla sér á veturna leiða af sér jafnháa upphæð í frádrátt af framfærsluláninu. Gefum okkur að nemandi vinni 50% á kassa með náminu yfir veturinn og fái þar með 283.500 í laun fyrir skatta á mánuði. Þar með skerðist framfærslulánið um 131.524 krónur á mánuði sem þýðir að nemandi situr eftir með framfærslulán upp á 18.382 krónur á mánuði. Það er því öllum ljóst að þetta kerfi gengur aldrei upp til þess að nemendur geti einbeitt sér að námi eða lifað mannsæmandi lífi. Sem betur fer er í augnablikinu lítið atvinnuleysi á Íslandi og því atvinnutækifæri námsmanna mikil, en ef slíkt breytist þá ávinna í dag nemendur sér ekki rétt til atvinnuleysisbóta, þrátt fyrir að þeir borgi í atvinnuleysistryggingasjóð. Skammsýn viðhorf Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem borga þarf af í áratugi. Einhver skynsamlegasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf. Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Menntasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Lenya Rún Taha Karim Píratar Hagsmunir stúdenta Námslán Alþingi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Burt með stöðumælana! Björn Jón Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám. Embætti umboðsmanns skuldara miðar við að lágmarksframfærsla einstaklings á mánuði, án húsaleigu sé 214.815 krónur á mánuði. Til samanburðar gerir Menntasjóður ráð fyrir að námsmenn geti lifað á aðeins 137.100 krónum á mánuði. Ekki batnar það þegar húsnæðisliðurinn er tekinn inn. Miðað við fullt nám þá fær námsmaður í leiguhúsnæði 97.853 krónur aukalega á mánuði í húsnæðislán. Það dugar hins vegar engan vegin fyrir húsnæðiskostnaði, jafnvel þegar þú ert eitt af þeim heppnu sem fá inni á Stúdentagarða, sem íbúðir kosta 115-141 þúsund á mánuði í einstaklingsherbergjum. Hvað þá ef viðkomandi nemandi þarf að leita á hinn almenna leigumarkað. Kerfið gengur ekki upp Þetta þýðir það að flestir nemendur þurfa að vinna með námi. Mikilvægt er að átta sig á því að allar tölur hér að ofan miðast við 9 mánuði á ári og því reiknað með að nemendur vinni á sumrin. Ef þau vinna á kassa í Bónus, þá eru meðallaun þeirra um 567 þúsund á mánuði skv. Kjarakönnun VR frá því í febrúar 2023. Slík laun, í þrjá mánuði, eru hins vegar 79.000 krónum hærra en það frítekjumark sem Menntasjóður skilgreinir sem viðmið fyrir þetta ár. Það þýðir að 45% af þessum 79.000 krónum eða 3.950 krónur dragast frá framfærsluláninu á hverjum mánuði hina níu mánuðina. Það þýðir einnig að 45% af öllum tekjum sem nemendur afla sér á veturna leiða af sér jafnháa upphæð í frádrátt af framfærsluláninu. Gefum okkur að nemandi vinni 50% á kassa með náminu yfir veturinn og fái þar með 283.500 í laun fyrir skatta á mánuði. Þar með skerðist framfærslulánið um 131.524 krónur á mánuði sem þýðir að nemandi situr eftir með framfærslulán upp á 18.382 krónur á mánuði. Það er því öllum ljóst að þetta kerfi gengur aldrei upp til þess að nemendur geti einbeitt sér að námi eða lifað mannsæmandi lífi. Sem betur fer er í augnablikinu lítið atvinnuleysi á Íslandi og því atvinnutækifæri námsmanna mikil, en ef slíkt breytist þá ávinna í dag nemendur sér ekki rétt til atvinnuleysisbóta, þrátt fyrir að þeir borgi í atvinnuleysistryggingasjóð. Skammsýn viðhorf Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem borga þarf af í áratugi. Einhver skynsamlegasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf. Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Menntasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun