Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 12:47 Tyrkir hafa beitt sér að því að koma viðræðum á milli aðila frá því að átökin brutust út. epa/Necati Savas Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. Forsetinn sagði Tyrkland myndu freista þess að leita allra leiða til að koma á friði en að Ísraelsmenn hefðu misnotað góðan vilja Tyrkja og að þeir þyrftu að hlýða á áköll um frið og láta af árásum sínum á Gasa. Erdogan sagði Hamas ekki hryðjuverkasamtök heldur „frelsishreyfingu“ sem væri að heyja baráttu til að verja landið sitt. Hann hefði ekkert á móti Ísrael, heldur stefnu þarlendra stjórnvalda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erdogan kemur Hamas til varna: Reminder to Netanyahu:Hamas is not a terrorist organization and Palestinians are not terrorists.It is a resistance movement that defends the Palestinian homeland against an occupying power.The world stands in solidarity with the people of Palestine against their oppressors.— Recep Tayyip Erdo an (@RTErdogan) May 15, 2018 „Við eigum ekkert sökótt við Ísraelsríki en höfum aldrei og munum aldrei leggja blessun okkar yfir þau hroðaverk sem Ísrael hefur framið né þá staðreynd að það hegðar sér eins og samtök frekar en ríki,“ sagði forsetinn. Vesturlönd stæðu í þakkarskuld við Ísrael en það gilti ekki um Tyrkland. Þá sagði hann að utanaðkomandi ríki ættu að hætta að hella olíu á eldinn með stuðningi við Ísrael og að múslimaríkin ættu að vinna saman að varanlegum friði. Ummælin lét forsetinn falla þegar hann ávarpaði þingmenn í morgun en hann sagði einnig að það væri mikilvægt að ljúka fangaskiptum sem fyrst og að halda Rafah-landamærunum opnum fyrir neyðaraðstoð. Framganga forsetans hefur þegar verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sem lýsti orðum Erdogan sem „ógeðslegum“. Ísraelsmenn hafa neitað að gefa út vegabréfsáritanir til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í dag vegna ummæla sem framkvæmdastjórinn António Guterres viðhafði í gær um skýr mannréttindabrot Ísraelsmanna. Kallað var eftir tafarlausri afsögn Guterres. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Forsetinn sagði Tyrkland myndu freista þess að leita allra leiða til að koma á friði en að Ísraelsmenn hefðu misnotað góðan vilja Tyrkja og að þeir þyrftu að hlýða á áköll um frið og láta af árásum sínum á Gasa. Erdogan sagði Hamas ekki hryðjuverkasamtök heldur „frelsishreyfingu“ sem væri að heyja baráttu til að verja landið sitt. Hann hefði ekkert á móti Ísrael, heldur stefnu þarlendra stjórnvalda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erdogan kemur Hamas til varna: Reminder to Netanyahu:Hamas is not a terrorist organization and Palestinians are not terrorists.It is a resistance movement that defends the Palestinian homeland against an occupying power.The world stands in solidarity with the people of Palestine against their oppressors.— Recep Tayyip Erdo an (@RTErdogan) May 15, 2018 „Við eigum ekkert sökótt við Ísraelsríki en höfum aldrei og munum aldrei leggja blessun okkar yfir þau hroðaverk sem Ísrael hefur framið né þá staðreynd að það hegðar sér eins og samtök frekar en ríki,“ sagði forsetinn. Vesturlönd stæðu í þakkarskuld við Ísrael en það gilti ekki um Tyrkland. Þá sagði hann að utanaðkomandi ríki ættu að hætta að hella olíu á eldinn með stuðningi við Ísrael og að múslimaríkin ættu að vinna saman að varanlegum friði. Ummælin lét forsetinn falla þegar hann ávarpaði þingmenn í morgun en hann sagði einnig að það væri mikilvægt að ljúka fangaskiptum sem fyrst og að halda Rafah-landamærunum opnum fyrir neyðaraðstoð. Framganga forsetans hefur þegar verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sem lýsti orðum Erdogan sem „ógeðslegum“. Ísraelsmenn hafa neitað að gefa út vegabréfsáritanir til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í dag vegna ummæla sem framkvæmdastjórinn António Guterres viðhafði í gær um skýr mannréttindabrot Ísraelsmanna. Kallað var eftir tafarlausri afsögn Guterres.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05