Hætti með Britney í textaskilaboðum Boði Logason skrifar 24. október 2023 11:24 Britney Spears og Justin Timberlake voru kærustupar frá 1998 til 2002, eða þar til hann sagði henni óvænt upp með textaskilaboðum. Getty Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira