Eflum ástríðu hjá börnum Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 24. október 2023 10:31 Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun