Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. október 2023 20:23 Abdesalem Lassoued flúði úr fangelsi í Túnis árið 2011 og sigldi eftir það til Ítalíu. Hann hafði síðan flakkað um Evrópu og endaði í Belgíu þar sem hann skaut tvo til bana. AP Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara. Tim de Wolf, aðalsaksóknari Brussel, hélt blaðamannafund í dag um mál hins 45 ára Abdesalem Lassoued, árásarmanninn sem skaut tvo til bana í Brussel. Þar kom fram að Lassoued hefði hlotið 26 ára dóm árið 2005 í Túnis vegna ýmissa brota, þar á meðal fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hins vegar flúði Lassoued úr fangelsinu árið 2011 og sigldi síðan til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Hann flakkaði síðan á milli ýmissa landa og endaði í Belgíu. Þar sótti hann um hæli en var neitað um það árið 2021. Eftir það dvaldi hann ólöglega í landinu og var á ratsjá lögreglunnar vegna gruns um ýmsa glæpi, þar á meðal mansal. Týndu skjalinu á skrifstofunni Á blaðamannafundinum reyndi de Wolf einnig að útskýra hvers vegna Lassoued hefði ekki verið vísað úr landi eftir að yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali hans. Skjal um framsal Lassoued barst til skrifstofu saksóknara í september á síðasta ári en svo virðist sem það hafi týnst eða gleymst í skjalaskáp. Starfsmenn saksóknaraembættisins vita sjálfir ekki hvað varð um skjalið og það eru engin merki þess að unnið hafi verið í málinu. Að sögn de Wolf átti undirmönnun á skrifstofu saksóknara þátt í máli en það afsakaði þó ekki klúðrið. Árásarmaðurinn hafði áður búið í Svíþjóð og meðal annars setið þar í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. Hann hafði sótt um hæli í Noregi, Svíþjóð, Ítalíu og Belgíu en Belgar höfnuðu honum árið 2021. Sagði af sér út af málinu Vincent Van Quickenborne, dómsmálaráðherra Belgíu, tilkynnti afsögn sína í gær vegna þeirra mistaka að hafa ekki vísað Lassoued úr landi. Quickenborne sagði að mistökin hefðu haft hræðilegar afleiðingar sem skrifuðust á hann og því sagði hann af sér. Eins og hefur áður komið fram létu tveir Svíar, fótboltaaðdáendur, lífið í árásinni og einn særðist til viðbótar. Hinir látnu voru eldri karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar þeirra var búsettur í Stokkhólmi en hinn bjó erlendis. Belgía Túnis Svíþjóð Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49 Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41 Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Tim de Wolf, aðalsaksóknari Brussel, hélt blaðamannafund í dag um mál hins 45 ára Abdesalem Lassoued, árásarmanninn sem skaut tvo til bana í Brussel. Þar kom fram að Lassoued hefði hlotið 26 ára dóm árið 2005 í Túnis vegna ýmissa brota, þar á meðal fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hins vegar flúði Lassoued úr fangelsinu árið 2011 og sigldi síðan til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Hann flakkaði síðan á milli ýmissa landa og endaði í Belgíu. Þar sótti hann um hæli en var neitað um það árið 2021. Eftir það dvaldi hann ólöglega í landinu og var á ratsjá lögreglunnar vegna gruns um ýmsa glæpi, þar á meðal mansal. Týndu skjalinu á skrifstofunni Á blaðamannafundinum reyndi de Wolf einnig að útskýra hvers vegna Lassoued hefði ekki verið vísað úr landi eftir að yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali hans. Skjal um framsal Lassoued barst til skrifstofu saksóknara í september á síðasta ári en svo virðist sem það hafi týnst eða gleymst í skjalaskáp. Starfsmenn saksóknaraembættisins vita sjálfir ekki hvað varð um skjalið og það eru engin merki þess að unnið hafi verið í málinu. Að sögn de Wolf átti undirmönnun á skrifstofu saksóknara þátt í máli en það afsakaði þó ekki klúðrið. Árásarmaðurinn hafði áður búið í Svíþjóð og meðal annars setið þar í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. Hann hafði sótt um hæli í Noregi, Svíþjóð, Ítalíu og Belgíu en Belgar höfnuðu honum árið 2021. Sagði af sér út af málinu Vincent Van Quickenborne, dómsmálaráðherra Belgíu, tilkynnti afsögn sína í gær vegna þeirra mistaka að hafa ekki vísað Lassoued úr landi. Quickenborne sagði að mistökin hefðu haft hræðilegar afleiðingar sem skrifuðust á hann og því sagði hann af sér. Eins og hefur áður komið fram létu tveir Svíar, fótboltaaðdáendur, lífið í árásinni og einn særðist til viðbótar. Hinir látnu voru eldri karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar þeirra var búsettur í Stokkhólmi en hinn bjó erlendis.
Belgía Túnis Svíþjóð Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49 Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41 Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49
Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41
Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10