Íhugar að kæra lögmanninn Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 14:15 Frá verkefnum lögreglu í miðbæ Reykjavíkur, þó ekki því frá því á fimmtudagskvöldinu 5. október þegar atburðirnir sem frá er greint í þessari frétt áttu sér stað. Vísir Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman. Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman.
Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00