Fæðingarorlof í anda jafnaðarmennsku Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 23. október 2023 10:01 Hvernig sköpum við réttlátara og sterkara fæðingarorlofskerfi á Íslandi? Nýlega mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér eftirfarandi fimm breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof: 1. Fyrstu 350 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. 2. Barnshafandi foreldri öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar þeim tíma sem foreldri á rétt á til launaðs fæðingarorlofs eftir fæðingu. Slíkur réttur er tryggður í Noregi og Danmörku. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. 3. Fæðingarstyrkir til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækka um 50%. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki er lagt til að námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk fái einnig styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 4. Þak á fæðingarorlofsgreiðslur hækkar úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur á mánuði, en þakið hefur staðið í stað frá því að núgildandi lög tóku gildi árið 2020. Þetta er mikilvægt jafnréttismál og raunar ætti þakið að vera umtalsvert hærra í tekjutengdu fæðingarorlofskerfi. 5. Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Hér má lesa frumvarpið í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Best væri ef kerfisbreytingar í þessa veru yrðu lögfestar samhliða frekari lengingu fæðingarorlofs með fjölgun orlofsmánaða sem hvort foreldri á sjálfstæðan rétt til. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við frumvarpið eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Ég hlakka til að fylgja málinu eftir á vettvangi velferðarnefndar Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Fæðingarorlof Samfylkingin Félagsmál Alþingi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hvernig sköpum við réttlátara og sterkara fæðingarorlofskerfi á Íslandi? Nýlega mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér eftirfarandi fimm breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof: 1. Fyrstu 350 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. 2. Barnshafandi foreldri öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar þeim tíma sem foreldri á rétt á til launaðs fæðingarorlofs eftir fæðingu. Slíkur réttur er tryggður í Noregi og Danmörku. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. 3. Fæðingarstyrkir til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækka um 50%. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki er lagt til að námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk fái einnig styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 4. Þak á fæðingarorlofsgreiðslur hækkar úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur á mánuði, en þakið hefur staðið í stað frá því að núgildandi lög tóku gildi árið 2020. Þetta er mikilvægt jafnréttismál og raunar ætti þakið að vera umtalsvert hærra í tekjutengdu fæðingarorlofskerfi. 5. Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Hér má lesa frumvarpið í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Best væri ef kerfisbreytingar í þessa veru yrðu lögfestar samhliða frekari lengingu fæðingarorlofs með fjölgun orlofsmánaða sem hvort foreldri á sjálfstæðan rétt til. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við frumvarpið eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Ég hlakka til að fylgja málinu eftir á vettvangi velferðarnefndar Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun