Ofbeldishringekjan Kristín I. Pálsdóttir og Sara Stef. Hildardóttir skrifa 22. október 2023 21:22 Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? Vísað er til þess að konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og að kynbundnu ofbeldi verður að útrýma. Ef konum og kvárum er gert að lifa án fjárhagslegs sjálfstæðis og í ótta um kynbundið ofbeldi, kynslóð fram af kynslóð, eru konur fórnarkostnaður samfélags gerenda- og ofbeldismenningar. Rótin, sem er rekstraraðili Konukots, eina neyðarskýlisins sem rekið er fyrir heimilislausar konur á Íslandi, er aðili að Kvennaverkfalli 2023 og hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október og mæta á útifund á Arnarhól sama dag kl. 14. Svokallaðar kvennastéttir búa enn við þann veruleika að störf þeirra eru vanmetin þótt atvinnulífið gæti aldrei án þeirra verið og munur á atvinnutekjum kvenna og karla er ennþá 21% konum í óhag. Kynbundið ofbeldi er einnig það mein sem margar kynslóðir kvenna eiga enn sameiginlegt þrátt fyrir áratuga baráttu. Öryggi kvenna í samfélaginu er langt því frá tryggt og að minnsta kosti 40% þeirra hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Niðurstöður rannsókna sýna líka að konur með fötlun (og ekki bara sýnilega fötlun), konur af erlendum uppruna og trans konur eru ennþá líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Rótin hefur sl. 10 ár barist fyrir úrbótum á laga- og regluverki, þar með talið gæðastöðlum og -eftirliti, ásamt því að menntun þeirra sem starfa með fólki með vímuefnavanda sé í samræmi við nútímakröfur. Slíkar úrbætur eru mikilvægar til að tryggja öryggi og lífslíkur þeirra sem glíma við hvað alvarlegastar afleiðingar kynbundins ofbeldis, þ.e. konur og kvár sem hafa reynslu af alvarlegum vímuefnavanda, heimilisleysi og tengdum vanda. Því miður er einnig verulegur skortur á gagnasöfnun um heimilislaust fólk og fólk með vímuefnavanda á Íslandi og erfitt að nálgast samanburðarhæf og hlutlaus gögn sem eru nauðsynlegur grundvöllur framþróunar. Flókin ofbeldis- og áfallasaga einkennir lífsbaráttu heimilislausra kvenna sem oft endar með glímu við fjölþættan heilsufarsvanda, bæði líkamlegan og andlegar áskoranir, vonleysi og útilokun frá fjölskyldu. Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta ástæðan fyrir heimilisleysi kvenna sem flestar eiga það sameiginlegt að uppvöxtur þeirra einkenndist af alvarlegri vanrækslu. Í ofanálag hafa þær þurft að þola sinnuleysi og fordóma samfélagsins gagnvart aðstæðum þeirra og lífskjörum. Margar kvennanna eru fastar í hringekju ofbeldis og úrræða sem ekki eru nægilega sniðin að þörfum þeirra. Í rannsókn Kolbrúnar Kolbeinsdóttur „Eini staðurinn í samfélaginu þar sem ekki er horft niður á þig“: Reynsla kvenna af Konukoti, kom fram að heimilislausar konur sem sótt hafa skjól í Konukot hafa allar orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það gerir þær enn berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi í daglegri lífsbaráttu en auk heimilisleysis glíma þær jafnan við vímuefnavanda. Á undanförnum árum hefur orðið viðhorfsbreyting í samfélaginu gagnvart fólki með vímuefnavanda. Fráhvarf frá eðlishyggjuhugmyndum einkennir umræðu í dag og vitund um að fíknivandi kvenna er beintengdur félagslegum þáttum, þá sérstaklega kynbundnu ofbeldi og erfiðri reynslu í æsku, hefur aukist. Því miður hafa stjórnvöld verið svifasein að tileinka sér nýja þekkingu og móta stefnu í málaflokknum og á nýliðinni ráðstefnu Rótarinnar og RIKK um fíknivanda og mannréttindi út frá kynjasjónarmiðum kom skýrt fram hversu brýnt er að spýta í lófana. Lengi þótti gott að þjónusta við þær konur sem hafa orðið fyrir mestu ofbeldi og vanrækslu samfélagsins væri í samræmi við fordóma þess, framkvæmd af vanefnum og í sjálfboðaliðavinnu kvenna. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu sem tekið hefur upp skaðaminnkandi stefnu, sem er grundvöllur nútímalegrar og mannréttinda- og jafnréttismiðaðrar þjónustu. Á Alþingi hefur ekki gengið né rekið í málaflokknum þó að vonarglætu sé að finna í nýskipuðum starfshópi heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun. Rótin, sem á fulltrúa í honum, mun leggja sitt af mörkum til þess að þar verði fylgt hvatningu alþjóðlegra stofnana, félagasamtaka og sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna um að kynjajafnrétti sé samþætt í stefnuna. Eitt af baráttumálum Rótarinnar er að bæta þjónustu við heimilislausar konur og vekja til vitundar um þá rótgrónu fordóma og þá, oft ómeðvitaða en innbyrtu, refsihyggju sem hefur mótað viðhorf og viðbrögð samfélagsins gagnvart þeim. Rótin hefur frá því að félagið tók við rekstri Konukots þrýst á Reykjavíkurborg að bæta úr húsnæðismálum heimilislausra kvenna og unnið er að endurskipulagningu þjónustunnar. Hins vegar þola húsnæðismál Konukots ekki lengri bið og er ójöfnu saman að jafna aðstöðu þar og í neyðarskýlum fyrir karla. Rótin vill því senda brýningu til Reykjavíkurborgar í tilefni af Kvennaverkfalli um að nýtt eða endurnýjað húsnæði fyrir starfsemina fari af hugmyndastiginu inn í fjárhagsáætlun borgarinnar í haust. Höfundar skrifa fyrir hönd Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? Vísað er til þess að konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og að kynbundnu ofbeldi verður að útrýma. Ef konum og kvárum er gert að lifa án fjárhagslegs sjálfstæðis og í ótta um kynbundið ofbeldi, kynslóð fram af kynslóð, eru konur fórnarkostnaður samfélags gerenda- og ofbeldismenningar. Rótin, sem er rekstraraðili Konukots, eina neyðarskýlisins sem rekið er fyrir heimilislausar konur á Íslandi, er aðili að Kvennaverkfalli 2023 og hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október og mæta á útifund á Arnarhól sama dag kl. 14. Svokallaðar kvennastéttir búa enn við þann veruleika að störf þeirra eru vanmetin þótt atvinnulífið gæti aldrei án þeirra verið og munur á atvinnutekjum kvenna og karla er ennþá 21% konum í óhag. Kynbundið ofbeldi er einnig það mein sem margar kynslóðir kvenna eiga enn sameiginlegt þrátt fyrir áratuga baráttu. Öryggi kvenna í samfélaginu er langt því frá tryggt og að minnsta kosti 40% þeirra hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Niðurstöður rannsókna sýna líka að konur með fötlun (og ekki bara sýnilega fötlun), konur af erlendum uppruna og trans konur eru ennþá líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Rótin hefur sl. 10 ár barist fyrir úrbótum á laga- og regluverki, þar með talið gæðastöðlum og -eftirliti, ásamt því að menntun þeirra sem starfa með fólki með vímuefnavanda sé í samræmi við nútímakröfur. Slíkar úrbætur eru mikilvægar til að tryggja öryggi og lífslíkur þeirra sem glíma við hvað alvarlegastar afleiðingar kynbundins ofbeldis, þ.e. konur og kvár sem hafa reynslu af alvarlegum vímuefnavanda, heimilisleysi og tengdum vanda. Því miður er einnig verulegur skortur á gagnasöfnun um heimilislaust fólk og fólk með vímuefnavanda á Íslandi og erfitt að nálgast samanburðarhæf og hlutlaus gögn sem eru nauðsynlegur grundvöllur framþróunar. Flókin ofbeldis- og áfallasaga einkennir lífsbaráttu heimilislausra kvenna sem oft endar með glímu við fjölþættan heilsufarsvanda, bæði líkamlegan og andlegar áskoranir, vonleysi og útilokun frá fjölskyldu. Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta ástæðan fyrir heimilisleysi kvenna sem flestar eiga það sameiginlegt að uppvöxtur þeirra einkenndist af alvarlegri vanrækslu. Í ofanálag hafa þær þurft að þola sinnuleysi og fordóma samfélagsins gagnvart aðstæðum þeirra og lífskjörum. Margar kvennanna eru fastar í hringekju ofbeldis og úrræða sem ekki eru nægilega sniðin að þörfum þeirra. Í rannsókn Kolbrúnar Kolbeinsdóttur „Eini staðurinn í samfélaginu þar sem ekki er horft niður á þig“: Reynsla kvenna af Konukoti, kom fram að heimilislausar konur sem sótt hafa skjól í Konukot hafa allar orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það gerir þær enn berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi í daglegri lífsbaráttu en auk heimilisleysis glíma þær jafnan við vímuefnavanda. Á undanförnum árum hefur orðið viðhorfsbreyting í samfélaginu gagnvart fólki með vímuefnavanda. Fráhvarf frá eðlishyggjuhugmyndum einkennir umræðu í dag og vitund um að fíknivandi kvenna er beintengdur félagslegum þáttum, þá sérstaklega kynbundnu ofbeldi og erfiðri reynslu í æsku, hefur aukist. Því miður hafa stjórnvöld verið svifasein að tileinka sér nýja þekkingu og móta stefnu í málaflokknum og á nýliðinni ráðstefnu Rótarinnar og RIKK um fíknivanda og mannréttindi út frá kynjasjónarmiðum kom skýrt fram hversu brýnt er að spýta í lófana. Lengi þótti gott að þjónusta við þær konur sem hafa orðið fyrir mestu ofbeldi og vanrækslu samfélagsins væri í samræmi við fordóma þess, framkvæmd af vanefnum og í sjálfboðaliðavinnu kvenna. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu sem tekið hefur upp skaðaminnkandi stefnu, sem er grundvöllur nútímalegrar og mannréttinda- og jafnréttismiðaðrar þjónustu. Á Alþingi hefur ekki gengið né rekið í málaflokknum þó að vonarglætu sé að finna í nýskipuðum starfshópi heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun. Rótin, sem á fulltrúa í honum, mun leggja sitt af mörkum til þess að þar verði fylgt hvatningu alþjóðlegra stofnana, félagasamtaka og sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna um að kynjajafnrétti sé samþætt í stefnuna. Eitt af baráttumálum Rótarinnar er að bæta þjónustu við heimilislausar konur og vekja til vitundar um þá rótgrónu fordóma og þá, oft ómeðvitaða en innbyrtu, refsihyggju sem hefur mótað viðhorf og viðbrögð samfélagsins gagnvart þeim. Rótin hefur frá því að félagið tók við rekstri Konukots þrýst á Reykjavíkurborg að bæta úr húsnæðismálum heimilislausra kvenna og unnið er að endurskipulagningu þjónustunnar. Hins vegar þola húsnæðismál Konukots ekki lengri bið og er ójöfnu saman að jafna aðstöðu þar og í neyðarskýlum fyrir karla. Rótin vill því senda brýningu til Reykjavíkurborgar í tilefni af Kvennaverkfalli um að nýtt eða endurnýjað húsnæði fyrir starfsemina fari af hugmyndastiginu inn í fjárhagsáætlun borgarinnar í haust. Höfundar skrifa fyrir hönd Rótarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar