Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2023 20:37 Ísraelsk stjórnvöld hafa kallað eftir sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki komið nálægt sendingum á neyðarbirgðum. EPA Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var í morgun hleypt yfir Rafah-landamærin, landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar, í fyrsta skiptið síðan Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði á hendur Palestínu fyrir tveimur vikum. Ríflega tvö hundruð flutningabílum hafi verið komið fyrir við landamærin Egyptalandsmegin með um það bil þrjú þúsund tonn af neyðarbirgðum innanborðs. Af þeim tvö hundruð bílum var einungis tuttugu hleypt yfir landamærin. Hjálparstarfsmenn segjast ekki búast við annarri sendingu af neyðarbirgðum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að fá sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki lagt hald á sendingarnar, áður en þau heimila fleiri sendingar. Embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að staðfesting á því væri í ferli. Hjálparsamtök eru enn í samningaviðræðum við ísraelsk yfirvöld um að fá að flytja eldsneyti yfir landamærin, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að halda sjúkrahúsum og dælikerfum gangandi. Fimm hundruð flutningabílar daglega fyrir stríð António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsótti Rafah-landamærin á föstudag. Á friðarfundi í Kaíró í dag sagði hann að brýnt sé að tryggja íbúum Gasa stöðuga aðstoð og eins mikla og þörf krefur. Þá kallaði hann eftir mannúðarvopnahléi til þess að bjarga íbúum Gasa frá ástandi sem hann lýsti sem martraðarkenndu. Riham Jafari, samskipta- og hagsmunastjóri ActionAid hjálparsamtakanna, sagðist á ráðstefnunni fagna þeirri hjálp sem borist hefur íbúum á Gasasvæðinu. „En það er ljóst að það sem var afhent í dag er varla dropi í hafið. Áður en stríðið hófst komu að jafnaði um fimm hundruð flutningabílar yfir landamærin á hverjum degi og veittu íbúum Gasa, sem þegar stóðu frammi fyrir mannúðarkrísu, lífsnauðsynjar,“ sagði Jafari. „Auk þess komu flutningabílarnir ekki með eldsneyti sem er nauðsynlegt til þess að knýja rafmagnið á spítölunum áfram, halda sjúkrabílum gangandi og pumpa vatni upp úr jörðinni,“ bætti hann við og gerði í kjölfarið ákall eftir vopnahléi. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46 Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var í morgun hleypt yfir Rafah-landamærin, landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar, í fyrsta skiptið síðan Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði á hendur Palestínu fyrir tveimur vikum. Ríflega tvö hundruð flutningabílum hafi verið komið fyrir við landamærin Egyptalandsmegin með um það bil þrjú þúsund tonn af neyðarbirgðum innanborðs. Af þeim tvö hundruð bílum var einungis tuttugu hleypt yfir landamærin. Hjálparstarfsmenn segjast ekki búast við annarri sendingu af neyðarbirgðum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að fá sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki lagt hald á sendingarnar, áður en þau heimila fleiri sendingar. Embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að staðfesting á því væri í ferli. Hjálparsamtök eru enn í samningaviðræðum við ísraelsk yfirvöld um að fá að flytja eldsneyti yfir landamærin, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að halda sjúkrahúsum og dælikerfum gangandi. Fimm hundruð flutningabílar daglega fyrir stríð António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsótti Rafah-landamærin á föstudag. Á friðarfundi í Kaíró í dag sagði hann að brýnt sé að tryggja íbúum Gasa stöðuga aðstoð og eins mikla og þörf krefur. Þá kallaði hann eftir mannúðarvopnahléi til þess að bjarga íbúum Gasa frá ástandi sem hann lýsti sem martraðarkenndu. Riham Jafari, samskipta- og hagsmunastjóri ActionAid hjálparsamtakanna, sagðist á ráðstefnunni fagna þeirri hjálp sem borist hefur íbúum á Gasasvæðinu. „En það er ljóst að það sem var afhent í dag er varla dropi í hafið. Áður en stríðið hófst komu að jafnaði um fimm hundruð flutningabílar yfir landamærin á hverjum degi og veittu íbúum Gasa, sem þegar stóðu frammi fyrir mannúðarkrísu, lífsnauðsynjar,“ sagði Jafari. „Auk þess komu flutningabílarnir ekki með eldsneyti sem er nauðsynlegt til þess að knýja rafmagnið á spítölunum áfram, halda sjúkrabílum gangandi og pumpa vatni upp úr jörðinni,“ bætti hann við og gerði í kjölfarið ákall eftir vopnahléi.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46 Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46
Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42
Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40