Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. október 2023 23:40 Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sögðu bæði á Hringborði norðurslóða í dag að stríðsátök gætu haft neikvæð áhrif á framfarir í loftslagsmálum. Vísir Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. Hringborð norðurslóða hófst í Hörpu í dag í tíunda skipti. Þingið er umræðuvettvangur þjóðarleiðtoga og sérfræðinga um loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna. Í setningarræðum í dag kom fram að loftslagsbreytingar séu allt að fjórum sinnum hraðari á norðurslóðum en annars staðar í heiminum. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var meðal þeirra sem hélt opnunarræðu. Hann segir alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum sjaldan eins brýnt og nú. „Stríðið í Úkraínu og hræðilegar fjöldaárásir í Ísrael skapar hættu á að fleyg milli norðurs og suðurs á tíma sem við höfum þörf á enn meira samstarfi í loftslagsmálum en nokkurn tíma áður, segir Rasmussen. Hann segir Hringborð norðurslóða því sjaldan hafa verið eins mikilvægt. „Við lifum á erfiðum tímum og þess vegna var það svo nauðsynlegt að Ólafur Ragnar Grímsson skapaði vettvang þar sem fólk getur hist, í friði og rætt þróunina á norðurslóðum,“ segir Rasmussen. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einnig meðal þeirra sem hélt opnunarræðu í dag. Hún er á sömu skoðun. „Því miður er það þannig að friður er forsenda allra framfara og þessi skelfilegu stríðsátök hafa auðvitað þau áhrif að okkur miðar ekki jafn hratt áfram og við ættum að gera í loftslagsmálum,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að skilaboð frá þessum vettvangi nái til Loftlagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna eða Cop 28 sem verður haldið í lok ársins. „Það skiptir mjög miklu máli að það verði áþreifanlegar niðurstöður á þeim fundi. Ég held að þetta verði mjög mikilvægur fundur því það eru risavaxnar áskoranir. Fólkið í heiminum þarf að trúa því að við getum tekist á við loftslagsvánna og það er hægt,“ segir Katrín. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Bjarni Benediktsson nýr utanríkisráðherra hittust í Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Átti fund með Bjarna Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur notaði tækifærið á þinginu til að ræða við nýjan utanríkisráðherra hér á landi. „Ég þekki Bjarna frá fyrri tíð því ég hef sjálfur sinnt öðrum embættum, svo sem verið fjármálaráðherra. Þannig að ég held að samstarfið við hann muni ganga vel,“ segir Rasmussen. Hringborð norðurslóða Umhverfismál Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Danmörk Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Hringborð norðurslóða hófst í Hörpu í dag í tíunda skipti. Þingið er umræðuvettvangur þjóðarleiðtoga og sérfræðinga um loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna. Í setningarræðum í dag kom fram að loftslagsbreytingar séu allt að fjórum sinnum hraðari á norðurslóðum en annars staðar í heiminum. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var meðal þeirra sem hélt opnunarræðu. Hann segir alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum sjaldan eins brýnt og nú. „Stríðið í Úkraínu og hræðilegar fjöldaárásir í Ísrael skapar hættu á að fleyg milli norðurs og suðurs á tíma sem við höfum þörf á enn meira samstarfi í loftslagsmálum en nokkurn tíma áður, segir Rasmussen. Hann segir Hringborð norðurslóða því sjaldan hafa verið eins mikilvægt. „Við lifum á erfiðum tímum og þess vegna var það svo nauðsynlegt að Ólafur Ragnar Grímsson skapaði vettvang þar sem fólk getur hist, í friði og rætt þróunina á norðurslóðum,“ segir Rasmussen. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einnig meðal þeirra sem hélt opnunarræðu í dag. Hún er á sömu skoðun. „Því miður er það þannig að friður er forsenda allra framfara og þessi skelfilegu stríðsátök hafa auðvitað þau áhrif að okkur miðar ekki jafn hratt áfram og við ættum að gera í loftslagsmálum,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að skilaboð frá þessum vettvangi nái til Loftlagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna eða Cop 28 sem verður haldið í lok ársins. „Það skiptir mjög miklu máli að það verði áþreifanlegar niðurstöður á þeim fundi. Ég held að þetta verði mjög mikilvægur fundur því það eru risavaxnar áskoranir. Fólkið í heiminum þarf að trúa því að við getum tekist á við loftslagsvánna og það er hægt,“ segir Katrín. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Bjarni Benediktsson nýr utanríkisráðherra hittust í Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Átti fund með Bjarna Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur notaði tækifærið á þinginu til að ræða við nýjan utanríkisráðherra hér á landi. „Ég þekki Bjarna frá fyrri tíð því ég hef sjálfur sinnt öðrum embættum, svo sem verið fjármálaráðherra. Þannig að ég held að samstarfið við hann muni ganga vel,“ segir Rasmussen.
Hringborð norðurslóða Umhverfismál Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Danmörk Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01