Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2023 06:49 Um það bil 150 flutningabifreiðar bíða við landamærin en 20 verður hleypt yfir til að byrja með. Getty/Mahmoud Khaled Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira