Heimilið hættulegasti staðurinn Hópur kvenna í framkvæmdastjórn kvennaverkfalls skrifar 18. október 2023 13:00 Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Um helmingur allra ofbeldisbrota sem koma til lögreglu árlega tengjast heimilisofbeldi sem endurspeglar að einn hættulegasti staðurinn fyrir konur er heimilið þeirra. Þá fjölgar tilkynningum um nauðganir og stafrænt ofbeldi ár frá ári og hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar lýst því yfir að ofbeldi gegn konum sé faraldur. Þvert á það sem mörg telja þá er ofbeldi gegn konum ekki minna hér á landi en í öðrum löndum sem við berum okkur helst saman við. Helstu viðbrögð við ofbeldisfaraldrinum hér á landi sem annars staðar, felast jafnan í auknum úrræðum fyrir þolendur, svo sem athvörfum ásamt sérfræðiráðgjöf og stuðningi. Stór hluti vandans er hins vegar að konum reynist sérstaklega erfitt að slíta sig frá ofbeldi í nánu sambandi eða koma undir sig fótunum ef þær eru ekki fjárhagslega sjálfstæðar. Oft fara þær ekki fyrr en lífi þeirra er ógnað. Fjárhagslegir fjötrar Fjárhagslegt ofbeldi er sú tegund ofbeldis sem lengst heldur konum föstum í ofbeldissamböndum, en ein birtingarmynd þess er að ofbeldismaðurinn stjórnar makanum eða fyrrverandi maka í gegnum fjármál. Slíkt ofbeldi heldur oft áfram lengi eftir að sambandi er slitið. Hér á landi búa stórir hópar kvenna ekki við fjárhagslegt sjálfstæði eða öryggi þrátt fyrir að vinna fullt starf. Sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt eru einstæðar mæður, konur af erlendum uppruna og öryrkjar. Því miður hefur staða kynsegin fólks á vinnumarkaði lítið verið rannsökuð en erlendar rannsóknir sýna að úrelt viðhorf um æskilega hegðun karla og kvenna hamlar hamli kynsegin fólki í störfum sínum, sem getur komið niður á launum þeirra. Þá er aukin hætta á að kvár verði fyrir ofbeldi á grundvelli kynvitundar sinnar. Ef konur og kvár eru ekki fjárhagslega sjálfstæð – ef laun þeirra geta ekki staðið undir framfærslu fyrir þau og börn þeirra ásamt þaki yfir höfuðið – þá er frelsi þeirra ekkert í raun. Rót vandans Í baráttu við hvers kyns faraldur er jafnan reynt að leita að rót vandans til að útrýma honum. Rót vandans í ofbeldismálum eru gerendur. Til að tryggja raunverulegt öryggi og frelsi þolenda þarf að setja kastljósið á gerendurna, uppsprettu faraldursins, og vinna að því af festu að uppræta ofbeldismenningu. Með því að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi heima og að heiman, er unnið gegn því valdi sem ofbeldismenn hafa tekið sér. Það skiptir öllu í þessari baráttu að konur og kvár getir séð fyrir sér og náð endum saman upp á eigin spýtur. Þetta vitum við öll og höfum lengi vitað. Það þarf viðhorfsbreytingu og breytta forgangsröðun til að stöðva þennan faraldur sem kynbundið ofbeldi er. Ef við búum ekki við öryggi getum við ekki nýtt alla okkar möguleika, notið okkar í vinnu eða öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Auk þess skapar kynbundið launamisrétti meiri hættu á að við getum illa varist ofbeldisfullri framkomu. Krafan um upprætingu kynbundins ofbeldis er þannig samofin við kröfuna um launajafnrétti og leiðréttingu á vanmati í launasetningu „kvennastarfa“. Saman erum við óstöðvandi Þann 24. október hefur verið boðað til Kvennaverkfalls til að mótmæla margvíslegri mismunun og misrétti sem konur og kvár búa við frá vöggu til grafar. Það gerum við með því að standa saman og leggja niður launaða sem ólaunaða vinnu til að sýna fram á mikilvægi framlags okkar til samfélagsins. Við vitum sem er, að þegar við stöðvum okkar vinnu þá stöðvast Ísland. Við komum úr ólíkri átt og staða okkar er ólík en við eigum það sameiginlegt að vera konur og kynsegin fólk sem býr enn við aldagamalt og sögulegt misrétti. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti, frið og öryggi fyrir öll strax. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023:Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78Drífa Snædal // StígamótEllen Calmon // Kvenréttindafélag ÍslandsElva Hrönn Hjartardóttir // UN Women ÍslandFinnborg Salome Steinþórsdóttir // Femínísk fjármálElísa Jóhannsdóttir // BHMGuðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍKristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMINLinda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um KvennaathvarfRagnheiður Davíðsdóttir, kynjafræðingurRakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn ÍslandsSara Stef. Hildardóttir // RótinSonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRBSteinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármálTatjana Latinovic // Kvenréttindafélag ÍslandsÞuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ réttindasamtök Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Kvennaverkfall Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Um helmingur allra ofbeldisbrota sem koma til lögreglu árlega tengjast heimilisofbeldi sem endurspeglar að einn hættulegasti staðurinn fyrir konur er heimilið þeirra. Þá fjölgar tilkynningum um nauðganir og stafrænt ofbeldi ár frá ári og hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar lýst því yfir að ofbeldi gegn konum sé faraldur. Þvert á það sem mörg telja þá er ofbeldi gegn konum ekki minna hér á landi en í öðrum löndum sem við berum okkur helst saman við. Helstu viðbrögð við ofbeldisfaraldrinum hér á landi sem annars staðar, felast jafnan í auknum úrræðum fyrir þolendur, svo sem athvörfum ásamt sérfræðiráðgjöf og stuðningi. Stór hluti vandans er hins vegar að konum reynist sérstaklega erfitt að slíta sig frá ofbeldi í nánu sambandi eða koma undir sig fótunum ef þær eru ekki fjárhagslega sjálfstæðar. Oft fara þær ekki fyrr en lífi þeirra er ógnað. Fjárhagslegir fjötrar Fjárhagslegt ofbeldi er sú tegund ofbeldis sem lengst heldur konum föstum í ofbeldissamböndum, en ein birtingarmynd þess er að ofbeldismaðurinn stjórnar makanum eða fyrrverandi maka í gegnum fjármál. Slíkt ofbeldi heldur oft áfram lengi eftir að sambandi er slitið. Hér á landi búa stórir hópar kvenna ekki við fjárhagslegt sjálfstæði eða öryggi þrátt fyrir að vinna fullt starf. Sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt eru einstæðar mæður, konur af erlendum uppruna og öryrkjar. Því miður hefur staða kynsegin fólks á vinnumarkaði lítið verið rannsökuð en erlendar rannsóknir sýna að úrelt viðhorf um æskilega hegðun karla og kvenna hamlar hamli kynsegin fólki í störfum sínum, sem getur komið niður á launum þeirra. Þá er aukin hætta á að kvár verði fyrir ofbeldi á grundvelli kynvitundar sinnar. Ef konur og kvár eru ekki fjárhagslega sjálfstæð – ef laun þeirra geta ekki staðið undir framfærslu fyrir þau og börn þeirra ásamt þaki yfir höfuðið – þá er frelsi þeirra ekkert í raun. Rót vandans Í baráttu við hvers kyns faraldur er jafnan reynt að leita að rót vandans til að útrýma honum. Rót vandans í ofbeldismálum eru gerendur. Til að tryggja raunverulegt öryggi og frelsi þolenda þarf að setja kastljósið á gerendurna, uppsprettu faraldursins, og vinna að því af festu að uppræta ofbeldismenningu. Með því að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi heima og að heiman, er unnið gegn því valdi sem ofbeldismenn hafa tekið sér. Það skiptir öllu í þessari baráttu að konur og kvár getir séð fyrir sér og náð endum saman upp á eigin spýtur. Þetta vitum við öll og höfum lengi vitað. Það þarf viðhorfsbreytingu og breytta forgangsröðun til að stöðva þennan faraldur sem kynbundið ofbeldi er. Ef við búum ekki við öryggi getum við ekki nýtt alla okkar möguleika, notið okkar í vinnu eða öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Auk þess skapar kynbundið launamisrétti meiri hættu á að við getum illa varist ofbeldisfullri framkomu. Krafan um upprætingu kynbundins ofbeldis er þannig samofin við kröfuna um launajafnrétti og leiðréttingu á vanmati í launasetningu „kvennastarfa“. Saman erum við óstöðvandi Þann 24. október hefur verið boðað til Kvennaverkfalls til að mótmæla margvíslegri mismunun og misrétti sem konur og kvár búa við frá vöggu til grafar. Það gerum við með því að standa saman og leggja niður launaða sem ólaunaða vinnu til að sýna fram á mikilvægi framlags okkar til samfélagsins. Við vitum sem er, að þegar við stöðvum okkar vinnu þá stöðvast Ísland. Við komum úr ólíkri átt og staða okkar er ólík en við eigum það sameiginlegt að vera konur og kynsegin fólk sem býr enn við aldagamalt og sögulegt misrétti. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti, frið og öryggi fyrir öll strax. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023:Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78Drífa Snædal // StígamótEllen Calmon // Kvenréttindafélag ÍslandsElva Hrönn Hjartardóttir // UN Women ÍslandFinnborg Salome Steinþórsdóttir // Femínísk fjármálElísa Jóhannsdóttir // BHMGuðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍKristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMINLinda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um KvennaathvarfRagnheiður Davíðsdóttir, kynjafræðingurRakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn ÍslandsSara Stef. Hildardóttir // RótinSonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRBSteinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármálTatjana Latinovic // Kvenréttindafélag ÍslandsÞuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ réttindasamtök
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun