Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 18. október 2023 08:00 Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? Á suman hátt allt of flókið. Ein birtingarmynd þessa flækjustigs er orðanotkunin í úrgangsþríhyrningnum svokallaða. Hann segir í einföldu máli fyrir um hvernig eigi að forgangsraða því hvernig rusl er meðhöndlað. Úrgangsþríhyrningurinn Fyrsta þrepið í úrgangsþríhyrningnum eru úrgangsforvarnir – eða það að sleppa því að skapa rusl – yfirleitt með því að draga úr innkaupum. SORPA er mikill aðdáandi úrgangsforvarna. Nú verður þetta flókið því öll næstu þrep úrgangsþríhyrningsins byrja á endur-eitthvað. Endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting. Þessi þrjú hugtök hafa ólíka merkingu. Byrjum á endurnotkun. Endurnot Endurnotkun er sem dæmi þegar Sigríður hættir að nota skóna sína og gefur Guðríði þá og Guðríður notar þá í staðinn fyrir að kaupa nýja skó, eða þegar þú kaupir þér stól í Góða hirðinum. Þarna haldast hlutir í hringrásinni og þjóna áfram þeim tilgangi sem þeim var í upphafi ætlað. Um 3% – um 7 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi fara í endurnot. Endurvinnsla Hugtakið endurvinnsla hefur til þessa verið samheiti fyrir allskonar sem er gert við rusl, annað en að urða það. Það er ekki gott, því endurvinnsla hefur ákveðna merkingu: Ef hlutur er þess eðlis að ekki er hægt eða ákjósanlegt að nota hann áfram í þeim tilgangi sem hann var framleiddur er stundum hægt að endurvinna hann. Áldósir undan drykkjum eru gott dæmi um þetta. Áldós sem er komið í endurvinnslu er brædd og álið úr henni notað aftur í einhverja aðra álvöru. Kannski bílhurð. Kannski nýja áldós. Forsenda þess að SORPA geti komið hlutum í endurvinnslu er að þeir séu rétt flokkaðir við heimili. Við sjáum síðan um að koma þeim í réttan farveg þar sem þau eru unnin áfram í samræmi við þær kröfur sem við gerum til okkar samstarfsaðila. Um 29% – um 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi eru send í endurvinnslu. Það þýðir þó ekki endilega að allt sem er sent til endurvinnslu sé endurunnið. Ástæða þess er yfirleitt eðli þess efnis sem um ræðir, en við förum nánar í það síðar. Endurnýting Endurnýting á sér stað þegar ekki er hægt eða ákjósanlegt að endurnota eða endurvinna hlut. Gott dæmi um þetta er þegar blandað rusl, til dæmis bleyja eða ryksugupoki, er brennt til að framleiða orku. Að brenna það rusl sem er ekki hægt að endurnota eða endurvinna – annað hvort vegna þess að það var ekki framleitt með endurnotkun eða endurvinnslu í huga, eða þá að það endaði í rangri tunnu þrátt fyrir að vera endurvinnanlegt – telst vera endurnýting ef þú framleiðir orku úr því. Um 39% – 93 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma til SORPU á hverjum degi fara í endurnýtingu. Förgun Förgun á rusli felur í sér að því er komið fyrir kattarnef á gamla mátann og ekkert gert til að reyna að vinna úr því verðmæti. Dæmi um þetta er gamli urðunarhaugurinn í Gufunesi þar sem allskonar óþverri var losaður og bara mokað yfir eða þegar rusl er brennt á víðavangi án þess að vinna úr því orku. Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er þó skömminni skárri, þar sem úr honum er sótt metangas, en árangur af slíkri söfnun verður aldrei í líkingu við það að meðhöndla lífrænt efni eins og í GAJU. Förgun er því það versta sem þú getur gert við rusl. Um 29% – 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi er fargað. Þetta á hins vegar eftir að breytast verulega á næstu vikum og mánuðum þegar SORPA byrjar að flytja ruslið sem fer í tunnuna fyrir óflokkanlegt til brennslu. Þá hættum við að urða tugi þúsunda tonna af rusli á ári hverju og komum því í endurnýtingu, sem er skárri farvegur. Nú þegar þessi hugtök eru komin á hreint getum við hent okkur á bólakaf í efnisflokkana. Í næstu viku verður fjallað um ruslflokk sem hefur verið mikið í deiglunni undanfarna mánuði: matarleifar. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? Á suman hátt allt of flókið. Ein birtingarmynd þessa flækjustigs er orðanotkunin í úrgangsþríhyrningnum svokallaða. Hann segir í einföldu máli fyrir um hvernig eigi að forgangsraða því hvernig rusl er meðhöndlað. Úrgangsþríhyrningurinn Fyrsta þrepið í úrgangsþríhyrningnum eru úrgangsforvarnir – eða það að sleppa því að skapa rusl – yfirleitt með því að draga úr innkaupum. SORPA er mikill aðdáandi úrgangsforvarna. Nú verður þetta flókið því öll næstu þrep úrgangsþríhyrningsins byrja á endur-eitthvað. Endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting. Þessi þrjú hugtök hafa ólíka merkingu. Byrjum á endurnotkun. Endurnot Endurnotkun er sem dæmi þegar Sigríður hættir að nota skóna sína og gefur Guðríði þá og Guðríður notar þá í staðinn fyrir að kaupa nýja skó, eða þegar þú kaupir þér stól í Góða hirðinum. Þarna haldast hlutir í hringrásinni og þjóna áfram þeim tilgangi sem þeim var í upphafi ætlað. Um 3% – um 7 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi fara í endurnot. Endurvinnsla Hugtakið endurvinnsla hefur til þessa verið samheiti fyrir allskonar sem er gert við rusl, annað en að urða það. Það er ekki gott, því endurvinnsla hefur ákveðna merkingu: Ef hlutur er þess eðlis að ekki er hægt eða ákjósanlegt að nota hann áfram í þeim tilgangi sem hann var framleiddur er stundum hægt að endurvinna hann. Áldósir undan drykkjum eru gott dæmi um þetta. Áldós sem er komið í endurvinnslu er brædd og álið úr henni notað aftur í einhverja aðra álvöru. Kannski bílhurð. Kannski nýja áldós. Forsenda þess að SORPA geti komið hlutum í endurvinnslu er að þeir séu rétt flokkaðir við heimili. Við sjáum síðan um að koma þeim í réttan farveg þar sem þau eru unnin áfram í samræmi við þær kröfur sem við gerum til okkar samstarfsaðila. Um 29% – um 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi eru send í endurvinnslu. Það þýðir þó ekki endilega að allt sem er sent til endurvinnslu sé endurunnið. Ástæða þess er yfirleitt eðli þess efnis sem um ræðir, en við förum nánar í það síðar. Endurnýting Endurnýting á sér stað þegar ekki er hægt eða ákjósanlegt að endurnota eða endurvinna hlut. Gott dæmi um þetta er þegar blandað rusl, til dæmis bleyja eða ryksugupoki, er brennt til að framleiða orku. Að brenna það rusl sem er ekki hægt að endurnota eða endurvinna – annað hvort vegna þess að það var ekki framleitt með endurnotkun eða endurvinnslu í huga, eða þá að það endaði í rangri tunnu þrátt fyrir að vera endurvinnanlegt – telst vera endurnýting ef þú framleiðir orku úr því. Um 39% – 93 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma til SORPU á hverjum degi fara í endurnýtingu. Förgun Förgun á rusli felur í sér að því er komið fyrir kattarnef á gamla mátann og ekkert gert til að reyna að vinna úr því verðmæti. Dæmi um þetta er gamli urðunarhaugurinn í Gufunesi þar sem allskonar óþverri var losaður og bara mokað yfir eða þegar rusl er brennt á víðavangi án þess að vinna úr því orku. Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er þó skömminni skárri, þar sem úr honum er sótt metangas, en árangur af slíkri söfnun verður aldrei í líkingu við það að meðhöndla lífrænt efni eins og í GAJU. Förgun er því það versta sem þú getur gert við rusl. Um 29% – 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi er fargað. Þetta á hins vegar eftir að breytast verulega á næstu vikum og mánuðum þegar SORPA byrjar að flytja ruslið sem fer í tunnuna fyrir óflokkanlegt til brennslu. Þá hættum við að urða tugi þúsunda tonna af rusli á ári hverju og komum því í endurnýtingu, sem er skárri farvegur. Nú þegar þessi hugtök eru komin á hreint getum við hent okkur á bólakaf í efnisflokkana. Í næstu viku verður fjallað um ruslflokk sem hefur verið mikið í deiglunni undanfarna mánuði: matarleifar. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun