Vill skoða sameiningu við Mosfellsbæ og Seltjarnarnes Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 15:49 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Egill Aðalsteinsson Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, mun leggja til að Reykjavíkurborg bjóði Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna þriggja. „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“ Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
„Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira