Meintur „Bítill ISIS“ gengst við hryðjuverkastarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2023 11:49 Aine Davis var handtekinn þegar honum var vísað frá Tyrklandi og sendur til Bretlands í ágúst. EPA/ANDY RAIN Maður sem grunaður er um að hafa verið einn af „Bítlum Íslamska ríkisins“, hefur játað aðild að hryðjuverkastarfsemi fyrir dómi í Bretlandi. Aine Leslie Davis játaði í morgun að hafa borið skotvopn í hryðjuverkatilgangi og gekkst hann einnig við tveimur ákærum um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023 Bretland Sýrland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023
Bretland Sýrland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira