Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2023 09:10 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna í Súdan og að minnsta kosti 245 milljónir þurfa neyðaraðstoð. AP/Sam Mednick Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að í hálft ár hefði almenningur í Súdan þurft að lifa við blóðsúthellingar og hrylling. Sífellt bærust fregnir af nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Harðir bardagar hafa geisað í landinu frá því í apríl milli valdamikils vopnahóps sem kallast Rapid Support Forces, eða RSF, og súdanska hersins. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og eru leiddar af Mohamed Hamdan Daglo. Þær tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur en þá voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. RSF hefur stækkað síðan þá og komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Árið 2021 gekk Daglo til liðs við herforingjann Abdel Fattah al-Burhan og tóku þeir völdin í landinu og hafa þeir deilt völdum. Fyrr á þessu ári stóð til að innleiða RSF í súdanska herinn en Daglo óttaðist að missa öll sín áhrif og völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan. Upp úr því hófust blóðug átök í apríl og voru þau lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins. Nú virðist barist í öllum héruðum landsins og þar á meðal Darfur. Fylkingar hafa að miklu leyti stillst upp eftir þjóðarbrotum. Half a year of war has plunged #Sudan into one of the worst humanitarian nightmares in recent history.Civilians have known no respite from bloodshed and terror.Basic services are crumbling.This cannot go on.My statement: https://t.co/My1ra4Pwte— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 15, 2023 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru fleiri en 4,5 milljónir manna á vergangi innan landamæra Súdan og rúm milljón manna hefur flúið land. Áætlað er að um 25 milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda. Nítján milljónir barna sækja ekki skóla vegna átakanna og heilbrigðiskerfi landsins er að hruni komið. Þar að auki er kólera í dreifingu í Karthoum og nærliggjandi héruðum. Griffiths segir mikla þörf á fjármunum til að mæta þörf fólks í Súdan en einnig þurfi að bæta öryggisástand hjálparstarfsmanna. Minnst 45 innlendir hjálparstarfsmenn SÞ hafa verið myrtir eða handteknir frá því í apríl. Súdan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að í hálft ár hefði almenningur í Súdan þurft að lifa við blóðsúthellingar og hrylling. Sífellt bærust fregnir af nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Harðir bardagar hafa geisað í landinu frá því í apríl milli valdamikils vopnahóps sem kallast Rapid Support Forces, eða RSF, og súdanska hersins. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og eru leiddar af Mohamed Hamdan Daglo. Þær tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur en þá voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. RSF hefur stækkað síðan þá og komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Árið 2021 gekk Daglo til liðs við herforingjann Abdel Fattah al-Burhan og tóku þeir völdin í landinu og hafa þeir deilt völdum. Fyrr á þessu ári stóð til að innleiða RSF í súdanska herinn en Daglo óttaðist að missa öll sín áhrif og völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan. Upp úr því hófust blóðug átök í apríl og voru þau lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins. Nú virðist barist í öllum héruðum landsins og þar á meðal Darfur. Fylkingar hafa að miklu leyti stillst upp eftir þjóðarbrotum. Half a year of war has plunged #Sudan into one of the worst humanitarian nightmares in recent history.Civilians have known no respite from bloodshed and terror.Basic services are crumbling.This cannot go on.My statement: https://t.co/My1ra4Pwte— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 15, 2023 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru fleiri en 4,5 milljónir manna á vergangi innan landamæra Súdan og rúm milljón manna hefur flúið land. Áætlað er að um 25 milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda. Nítján milljónir barna sækja ekki skóla vegna átakanna og heilbrigðiskerfi landsins er að hruni komið. Þar að auki er kólera í dreifingu í Karthoum og nærliggjandi héruðum. Griffiths segir mikla þörf á fjármunum til að mæta þörf fólks í Súdan en einnig þurfi að bæta öryggisástand hjálparstarfsmanna. Minnst 45 innlendir hjálparstarfsmenn SÞ hafa verið myrtir eða handteknir frá því í apríl.
Súdan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira