Sigursteinn Arndal: Vorum í basli í varnarleiknum Hjörvar Ólafsson skrifar 14. október 2023 21:37 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með 34-34 jafntefli FH gegn serbneska liðinu Partizan nú í kvöld. Eftir að hafa verið að elta að mestu í fyrri hálfleik byrjaði liðið seinni hálfleikinn mjög vel og var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Sigursteinn segir að liðið hafi átt að gera betur í ljósi þess að hver staðan var undir lok leiksins. „Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“ FH Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira
„Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“
FH Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira