Hvaða stöðugleika er ríkisstjórnin að tala um? Björn Leví Gunnarsson skrifar 14. október 2023 12:31 „Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Sjá meira
„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum?
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun