Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2023 23:44 Nik Kershaw, Tony Hadley söngvari Spandau Ballet og Þorvaldur Bjarni í Todmobile. Annað kvöld verða maraþon tónleikar í Hörpu þar sem níundi áratugurinn verður í forgrunni til að halda upp á 35 ára afmæli Todmobile. Vísir/Dúi Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. Fréttamaður mælti sér mót í Hörpu með Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni gítarleikara Todmobile, Nik Kershaw og Tony Hadley, söngvara Spandau Ballet en Midge Ure söngvari Ultravox var þó fjarri góðu gamni í dag því hann hafði leigt sér bílaleigubíl og mátti engan tíma missa því hann þurfti að skoða íslenska náttúru. Það fór vel á með tónlistarmönnunum og það var ekki að sjá á þeim neina þreytu eftir flugið því þeir göntuðust út í eitt og reittu hreinlega af sér brandarana. Þorvaldur Bjarni var í skýjunum að fá átrúnaðargoðin til Íslands. „Við ætlum að halda partý og hvað er partý án gesta? Þannig að ég segi því fleiri því betra!“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Tony Hadley heimsækir Ísland svo það var kominn tími til. „Eftir 43 ár í bransanum eru þau ekki mörg löndin sem maður hefur ekki heimsótt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað. Eiginkona mín hefur þó komið hingað nokkrum sinnum og hún hefur sagt að landið væri eitt það fegursta sem hún hefði heimsótt og mér sýnist á öllu að hún hafi rétt fyrir sér. Landið er sláandi fallegt,“ sagði Hadley sem virti útsýnið úr Hörpu betur fyrir sér og bætti svo við að íslenskur matur ætti víst að vera frábær. Nik Kershaw benti Hadley þá á að hann hefði heyrt það frá sér en Kershaw er mikill Íslandsvinur en þessi ferð er hans er sú fjórða í röðinni. „Ég hef farið tvisvar áður í vinnuferð hingað og svo einu sinni bara upp á gamanið.“ Þeir voru spurðir hverju gestir mættu búast við af tónleikunum og það stóð ekki á svörum því þeir hafa ekki í hyggju að spara nein tromp. Nik Kershaw er allt í senn söngvari, gítarleikari og lagahöfundur.Vísir/Dúi „Þeir fá að heyra smellina,“ sagði Kershaw og Hadlay sá sér leik á borði og þóttist slá til Kershaw til að sýna fram á margslungna merkingu enska orðsins „hit“ eða smellur og sá strax að sér og baðst svo afsökunar á slæmum brandara. Kershaw flissaði en hélt ótrauður áfram. „Ég held þetta verði dálítið öðruvísi því við höfum ekki náð að æfa ennþá svo það verður mjög spennandi að sjá hvað úr verður. Við verðum með stórhljómsveit, rokksveit og við verðum með smellina og sama hvernig á það er litið þá verður þetta magnað.“ Tony Hadley söngvari Spandau Ballet er mikil stórstjarna og Íslandsferðin er hans fyrsta.Vísir/Dúi Hadley sagðist þá vera svo þakklátur fyrir að þeir væru þarna saman vinirnir á Íslandi, það væri ekki á hverjum degi sem gætu varið tíma saman. Þeir voru spurði hvort þeir væru nánir og jafnvel alltaf að dást hver að öðrum. „Við eru alltaf að dást hver að öðrum, ekki satt Tony?“ „Jú, ég elska þig,“ skaut Hadley inn í. Kershaw útskýrði að þeir ættu svo margt sameiginlegt. „Við höfum allir upplifað það sama. Við höfum verið samferða í bransanum og erum svo þakklátir fyrir að fá að vera enn að,“ sagði Kersaw og Hadlay kinkaði kolli og sagði að það væri tónlistin sem sameinaði þá alla og ástríðan fyrir henni.” Það sást langar leiðir á Þorvaldi Bjarna hvað hann var stoltur að hafa fengið þessa listamenn til landsins og gera Íslendingum kleift að upplifa töfrana. „Það er sögulegt að geta leitt þessi þrjú átrúnaðargoð saman með stórhljómsveitinni og Todmobile. Alveg frábært!“ sagði Þorvaldur Bjarni. Fyrir þau sem hyggjast mæta á tónleikana er ekki úr leið að hita upp með þessum smellum sem gerðu allt vitlaust í áttunni. Hér eru frekari upplýsingar um tónleikana. Tónlist Íslandsvinir Harpa Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Todmobile aftur á svið eftir fimmtán ára hlé Upprunaleg útgáfa hljómsveitarinnar Todmobile sem stofnuð var árið 1988 ætlar að koma tónleikagestum í Hörpu í nostalgíukast á laugardag. 29. október 2021 14:31 David Gilmour hrósar Todmobile David Gilmour, gítarleikari Pink Floyd, henti í hrós við útgáfu Todmobile á stórvirkinu Awaken á YouTube. Horft hefur verið á útgáfu lagsins um 600 þúsund sinnum á YouTube. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum. 25. október 2018 06:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fréttamaður mælti sér mót í Hörpu með Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni gítarleikara Todmobile, Nik Kershaw og Tony Hadley, söngvara Spandau Ballet en Midge Ure söngvari Ultravox var þó fjarri góðu gamni í dag því hann hafði leigt sér bílaleigubíl og mátti engan tíma missa því hann þurfti að skoða íslenska náttúru. Það fór vel á með tónlistarmönnunum og það var ekki að sjá á þeim neina þreytu eftir flugið því þeir göntuðust út í eitt og reittu hreinlega af sér brandarana. Þorvaldur Bjarni var í skýjunum að fá átrúnaðargoðin til Íslands. „Við ætlum að halda partý og hvað er partý án gesta? Þannig að ég segi því fleiri því betra!“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Tony Hadley heimsækir Ísland svo það var kominn tími til. „Eftir 43 ár í bransanum eru þau ekki mörg löndin sem maður hefur ekki heimsótt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað. Eiginkona mín hefur þó komið hingað nokkrum sinnum og hún hefur sagt að landið væri eitt það fegursta sem hún hefði heimsótt og mér sýnist á öllu að hún hafi rétt fyrir sér. Landið er sláandi fallegt,“ sagði Hadley sem virti útsýnið úr Hörpu betur fyrir sér og bætti svo við að íslenskur matur ætti víst að vera frábær. Nik Kershaw benti Hadley þá á að hann hefði heyrt það frá sér en Kershaw er mikill Íslandsvinur en þessi ferð er hans er sú fjórða í röðinni. „Ég hef farið tvisvar áður í vinnuferð hingað og svo einu sinni bara upp á gamanið.“ Þeir voru spurðir hverju gestir mættu búast við af tónleikunum og það stóð ekki á svörum því þeir hafa ekki í hyggju að spara nein tromp. Nik Kershaw er allt í senn söngvari, gítarleikari og lagahöfundur.Vísir/Dúi „Þeir fá að heyra smellina,“ sagði Kershaw og Hadlay sá sér leik á borði og þóttist slá til Kershaw til að sýna fram á margslungna merkingu enska orðsins „hit“ eða smellur og sá strax að sér og baðst svo afsökunar á slæmum brandara. Kershaw flissaði en hélt ótrauður áfram. „Ég held þetta verði dálítið öðruvísi því við höfum ekki náð að æfa ennþá svo það verður mjög spennandi að sjá hvað úr verður. Við verðum með stórhljómsveit, rokksveit og við verðum með smellina og sama hvernig á það er litið þá verður þetta magnað.“ Tony Hadley söngvari Spandau Ballet er mikil stórstjarna og Íslandsferðin er hans fyrsta.Vísir/Dúi Hadley sagðist þá vera svo þakklátur fyrir að þeir væru þarna saman vinirnir á Íslandi, það væri ekki á hverjum degi sem gætu varið tíma saman. Þeir voru spurði hvort þeir væru nánir og jafnvel alltaf að dást hver að öðrum. „Við eru alltaf að dást hver að öðrum, ekki satt Tony?“ „Jú, ég elska þig,“ skaut Hadley inn í. Kershaw útskýrði að þeir ættu svo margt sameiginlegt. „Við höfum allir upplifað það sama. Við höfum verið samferða í bransanum og erum svo þakklátir fyrir að fá að vera enn að,“ sagði Kersaw og Hadlay kinkaði kolli og sagði að það væri tónlistin sem sameinaði þá alla og ástríðan fyrir henni.” Það sást langar leiðir á Þorvaldi Bjarna hvað hann var stoltur að hafa fengið þessa listamenn til landsins og gera Íslendingum kleift að upplifa töfrana. „Það er sögulegt að geta leitt þessi þrjú átrúnaðargoð saman með stórhljómsveitinni og Todmobile. Alveg frábært!“ sagði Þorvaldur Bjarni. Fyrir þau sem hyggjast mæta á tónleikana er ekki úr leið að hita upp með þessum smellum sem gerðu allt vitlaust í áttunni. Hér eru frekari upplýsingar um tónleikana.
Tónlist Íslandsvinir Harpa Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Todmobile aftur á svið eftir fimmtán ára hlé Upprunaleg útgáfa hljómsveitarinnar Todmobile sem stofnuð var árið 1988 ætlar að koma tónleikagestum í Hörpu í nostalgíukast á laugardag. 29. október 2021 14:31 David Gilmour hrósar Todmobile David Gilmour, gítarleikari Pink Floyd, henti í hrós við útgáfu Todmobile á stórvirkinu Awaken á YouTube. Horft hefur verið á útgáfu lagsins um 600 þúsund sinnum á YouTube. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum. 25. október 2018 06:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Todmobile aftur á svið eftir fimmtán ára hlé Upprunaleg útgáfa hljómsveitarinnar Todmobile sem stofnuð var árið 1988 ætlar að koma tónleikagestum í Hörpu í nostalgíukast á laugardag. 29. október 2021 14:31
David Gilmour hrósar Todmobile David Gilmour, gítarleikari Pink Floyd, henti í hrós við útgáfu Todmobile á stórvirkinu Awaken á YouTube. Horft hefur verið á útgáfu lagsins um 600 þúsund sinnum á YouTube. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum. 25. október 2018 06:00