Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2023 20:45 Palestínskir sjúkraliðar hjálpa manni sem særðist í loftárásum Ísraela á Shifa-spítala á Gasaströndinni. Læknar án landamæra kalla eftir því að spítalir fái að vera örugg svæði utan átakanna. AP/Ali Mahmoud Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. Samtökin greindu frá þessu á X (áður Twitter) fyrir um klukkustund síðan. Þar segir að læknar samtakanna séu enn að sinna sjúklingum og séu að reyna að verja bæði starfsfólk sitt og sjúklinga. BREAKING: Israel has given Al Awda Hospital just two hours to evacuate. Our staff are still treating patients.We unequivocally condemn this action, the continued indiscriminate bloodshed and attacks on health care in Gaza.We are trying to protect our staff and patients.— MSF International (@MSF) October 13, 2023 „Við fordæmum þessar aðgerðir, áframhaldandi blóðsúthellingar og árásir á innviði heilbrigðiskerfisins í Gasa, umbúðalaust,“ segir í færslunni. Fordæma kröfur Ísraelsmanna „Sólarhringsfresturinn sem Ísrael hefur gefið fólkinu í norðurhluta Gasa til að yfirgefa land sitt, heimili og sjúkrahús er svívirðilegur,“ sagði Meinie Nicolai, forstjóri Lækna án landamæra, í yfirlýsingu. „Við höfum endurtekið séð afmennskandi mál notað og þetta ofbeldi er birtingarmynd þess. Við erum að tala um meira en milljón manneskjur,“ sagði hann einnig og að „fordæmalaust“ væri ekki nógu stórt orð til að lýsa því sem væri að gerast. „Verið er að fletja út Gasaströndina, þúsundir eru að deyja, þessu verður að ljúka núna. Við fordæmum kröfur Ísrael algjörlega.“ Óska eftir því að spítalar fái að vera í friði Læknar án landamæra hafa einnig staðfest að alþjóðleg teymi samtakanna, sem samanstanda hvert af um tuttugu starfsmönnum, á norðurhluta Gasastrandarinnar hafa flutt sig yfir á suðurhlutann. Þá segjast samtökin ekki geta sannreynt ástand allra 300 palestínskra kollega sinna en einhverjir þeirra séu að reyna að koma sér suður með fjölskyldum sínum og að samtökin séu að reyna að hjálpa því fólki að finna húsaskjól. Aðrir hafa haldið kyrru fyrir í norðrinu til að sinna særðum einstaklingum og öðrum sjúklingum. Læknar án landamæra segja að kröfur Ísralesmanna um brottflutning rúmlega 1,1 milljónar íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar séu fáránlegar og muni gera hræðilegt ástandið enn verra. Þá óska samtökin eftir því að búin verði til afmörkuð svæði sem eru örugg frá átökunum, þar á meðal spítalar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Samtökin greindu frá þessu á X (áður Twitter) fyrir um klukkustund síðan. Þar segir að læknar samtakanna séu enn að sinna sjúklingum og séu að reyna að verja bæði starfsfólk sitt og sjúklinga. BREAKING: Israel has given Al Awda Hospital just two hours to evacuate. Our staff are still treating patients.We unequivocally condemn this action, the continued indiscriminate bloodshed and attacks on health care in Gaza.We are trying to protect our staff and patients.— MSF International (@MSF) October 13, 2023 „Við fordæmum þessar aðgerðir, áframhaldandi blóðsúthellingar og árásir á innviði heilbrigðiskerfisins í Gasa, umbúðalaust,“ segir í færslunni. Fordæma kröfur Ísraelsmanna „Sólarhringsfresturinn sem Ísrael hefur gefið fólkinu í norðurhluta Gasa til að yfirgefa land sitt, heimili og sjúkrahús er svívirðilegur,“ sagði Meinie Nicolai, forstjóri Lækna án landamæra, í yfirlýsingu. „Við höfum endurtekið séð afmennskandi mál notað og þetta ofbeldi er birtingarmynd þess. Við erum að tala um meira en milljón manneskjur,“ sagði hann einnig og að „fordæmalaust“ væri ekki nógu stórt orð til að lýsa því sem væri að gerast. „Verið er að fletja út Gasaströndina, þúsundir eru að deyja, þessu verður að ljúka núna. Við fordæmum kröfur Ísrael algjörlega.“ Óska eftir því að spítalar fái að vera í friði Læknar án landamæra hafa einnig staðfest að alþjóðleg teymi samtakanna, sem samanstanda hvert af um tuttugu starfsmönnum, á norðurhluta Gasastrandarinnar hafa flutt sig yfir á suðurhlutann. Þá segjast samtökin ekki geta sannreynt ástand allra 300 palestínskra kollega sinna en einhverjir þeirra séu að reyna að koma sér suður með fjölskyldum sínum og að samtökin séu að reyna að hjálpa því fólki að finna húsaskjól. Aðrir hafa haldið kyrru fyrir í norðrinu til að sinna særðum einstaklingum og öðrum sjúklingum. Læknar án landamæra segja að kröfur Ísralesmanna um brottflutning rúmlega 1,1 milljónar íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar séu fáránlegar og muni gera hræðilegt ástandið enn verra. Þá óska samtökin eftir því að búin verði til afmörkuð svæði sem eru örugg frá átökunum, þar á meðal spítalar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira