Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 08:11 Þessi göng lágu frá Gasa til Ísrael en voru eyðilögð af Ísraelsher árið 2018. epa/Jack Guez Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. „Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
„Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira