Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 06:36 Maður syrgir barnungan frænda sinn á Al Shifa sjúkrahúsinu eftir árásir Ísraelsmanna á Gasaborg. epa/Mohammed Saber Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. Wadi Gaza er á sem skiptir Gasasvæðinu í norður og suður. Rýmingin nær til allrar þjónustu á vegum Sameinuðu þjóðanna, starfsmanna og þeirra sem dvelja í aðstöðu á vegum alþjóðasamtakanna. Talsmaður framkvæmdastjórans António Guterres segir 1,1 milljón manns búa á svæðinu og að rýming muni hafa mannúðarkrísu í för með sér. Skömmu eftir að Sameinuðu þjóðirnar greindu frá rýmingartilskipuninni birti herinn daglegt myndskeið en þar las talsmaður upp yfirlýsingu til íbúa Gasaborgar, þar sem þeir voru hvattir til að rýma öll svæði fyrir norðan Wadi Gaza. Tilskipunin er talin ná til á bilinu 700 þúsund til milljón manna. Hamas-samtökin hafa hvatt íbúa til að hunsa tilskipanirnar og halda sig heima. Á meðan talað var um næstu 24 klukkustundir í tilskipuninni til Sameinuðu þjóðanna fengu íbúar Gasaborgar engin ákveðin tímamörk. Talsmaður hersins sagði menn hins vegar gera sér grein fyrir að rýmingin myndi taka tíma. Þá sagði að Hamas-samtökin ættu í stríði við Ísrael og að liðsmenn þeirra hefðust við í felum meðal íbúa Gasaborgar og væru að nota almenna borgara sem „mannlega skildi“. Á næstu dögum myndi Ísraelsher fara í umfangsmiklar aðgerðir í borginni en freista þess að forða íbúum frá skaða. Anadolu-fréttaveitan segir gríðarlegan fjölda fólks þegar hafa leitað suður erfit til að verða við tilskipuninni. Íbúar séu ráðvilltir og afar hræddir. Margir virðist stefna að Al Shifa-spítalasvæðinu, þar sem fjöldi dvelur fyrir og öll rúm eru þegar full eftir árásir á flóttamannabúðirnar á svæðinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Wadi Gaza er á sem skiptir Gasasvæðinu í norður og suður. Rýmingin nær til allrar þjónustu á vegum Sameinuðu þjóðanna, starfsmanna og þeirra sem dvelja í aðstöðu á vegum alþjóðasamtakanna. Talsmaður framkvæmdastjórans António Guterres segir 1,1 milljón manns búa á svæðinu og að rýming muni hafa mannúðarkrísu í för með sér. Skömmu eftir að Sameinuðu þjóðirnar greindu frá rýmingartilskipuninni birti herinn daglegt myndskeið en þar las talsmaður upp yfirlýsingu til íbúa Gasaborgar, þar sem þeir voru hvattir til að rýma öll svæði fyrir norðan Wadi Gaza. Tilskipunin er talin ná til á bilinu 700 þúsund til milljón manna. Hamas-samtökin hafa hvatt íbúa til að hunsa tilskipanirnar og halda sig heima. Á meðan talað var um næstu 24 klukkustundir í tilskipuninni til Sameinuðu þjóðanna fengu íbúar Gasaborgar engin ákveðin tímamörk. Talsmaður hersins sagði menn hins vegar gera sér grein fyrir að rýmingin myndi taka tíma. Þá sagði að Hamas-samtökin ættu í stríði við Ísrael og að liðsmenn þeirra hefðust við í felum meðal íbúa Gasaborgar og væru að nota almenna borgara sem „mannlega skildi“. Á næstu dögum myndi Ísraelsher fara í umfangsmiklar aðgerðir í borginni en freista þess að forða íbúum frá skaða. Anadolu-fréttaveitan segir gríðarlegan fjölda fólks þegar hafa leitað suður erfit til að verða við tilskipuninni. Íbúar séu ráðvilltir og afar hræddir. Margir virðist stefna að Al Shifa-spítalasvæðinu, þar sem fjöldi dvelur fyrir og öll rúm eru þegar full eftir árásir á flóttamannabúðirnar á svæðinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira